07:12
{mosimage}
(Jason Kidd spilaði sinn fyrsta heimaleik í langan tíma fyrir Dallas)
Indiana Pacers töpuðu fyrir Toranto Raptors 102-98 í sjónvarpsleik NBA TV í nótt. Jim O’Brien þjálfari Indiana hafði orð því hversu mikla breidd Toranto liðið hefði og bætti því við að Toranto væri örugglega með best skipaða varamannabekkinn í deildinni.
Alls komu 55 stig af bekknum og skoraði Carlos Delfino 23 stig þ.a. 6 þrista í 7 tilraunum. T.J. Ford skoraði 16 stig og gaf sjö stoðseningar á þeim 26 mínútum sem hann spilaði í langan tíma.
Stigahæstur hjá Toranto var hins vegar Chris Bosh með 24 stig og 10 fráköst en hjá Indiana skoruðu Danny Granger og Marquis Daniels mest 20 stig og Granger var einnig með 10 fráköst.
DeShawn Stevenson var hetja Washington þegar þeir unnu New Orleans Hornets 95-92. Stevenson hafði aldrei skorað sigurkörfu leiksins á þeim 6 árum sem hann hefur spilað í NBA deildinni þangað til í gær en hann smellti þá einum fadaway þristi ofaní um leið og leiktíminn rann út. Þessi karfa var einungi til að kóróna leik hans því hann setti persónulegt met í stigaskorun en hann skoraði 33 stig og var stigahæstur Wizards manna.
Hjá New Orleans var Chris Paul með 22 stig og 8 stoðsendingar.
Leikmenn Hornets geta kennt sjálfum sér um tapið en þeir slefuðu yfir 50% nýtingu á vítalínunni og brendu af 10 slíkum sem er alltof mikið fyrir hvaða deild sem er.
Jason Kidd spilaði sinn fyrsta heimaleik í meira en 11 ár fyrir Dallas þegar þeir fengu Chicago Bulls í heimsókn í nótt. Kidd var nærri því að ná þrefaldri tvennu nr. 100 en hann skoraði 11 stig, var með 9 fráköst og 8 stoðsendingar.
Dallas sigraði 102-94 og vann 11. heimaleikinn í röð og lenti aldrei í teljandi vandræðum með Bulls.
Dirk Nowitzki var stigahæstur Dallasmanna með 29 stig og 10 fráköst en hjá Chicago var Ben Gordon með 25 stig. Það vakti athygli að sjá að Kirk Hinrich skoraði ekki stig í leiknum en hann var rekinn af leikvelli með tvær tæknivillur fyrir að rífast við dómarann snemma í öðrum leikhluta.
San Antonio Spurs sigurðu Atlanta Hawks í nótt 89-74 þrátt fyrir að hafa spilað eins og kjánar og langt undir getu. Atlanta leiddi eftir fyrsta leikhluta 16-5 og hafði Tony Parker orð á því eftir leikinn að þeir geta ekki gert verr en þetta.
Spurs sigurðu 6. leikinn í röð og eru það flestir sigurleikir sem þeir hafa náð í röð í vetur
Tim Duncan var atkvæðamestur San Antonio með 23 stig og 10 fráköst en hjá Atlanta var Joe Johnson með 17 stig og 5 stoðsendingar.
J.R. Smith hefði getað jafnað leik Denver Nuggets og Detroit Pistons þegar 6,5 sekúndur voru eftir að leiknum en allt kom fyrir ekki. Chauncey Billups braut á Smith í þriggjastigaskoti í stöðunni 95-92 en Smith brenndi af tveim af þrem skotum og það var nóg fyrir Detroit sem unnu leikinn 98-93.
Hjá Detroit voru þrír leikmenn með 20 stig þ.e. Chauncey Billups, Richard Hamilton og Tayshaun Prince en hjá Denver voru það að vanda Allen Ivarson og Carmelo Anthony sem voru allt í öllu en Ivarson setti 28 stig og Anthony 23 og var með 11 fráköst að auki.
Og nú rétt í þessu var leik Boston Celtics og Los Angeles Clippers að ljúka og fór Boston með sigur af hólmi, 104-76.
Boston lenti aldrei í teljandi vandræðum með Clippers en öflugur þriðji leikhluti gerði útslagið fyrir Boston en þeir unnu þann leikhluta 11 stigum eftir að hafa verið 45-36 yfir í hálfleik. Minni spámenn fengu að spreita sig hjá Boston liðinu sem notaði alls 11 menn í leiknum.
Paul Pierce og James Posey voru stigahæstir Boston með 17 stig hvor en Tim Thomas var stigahæstur Clippers með 15 stig en hann tók einnig 9 fráköst.
Emil Örn Sigurðarson – [email protected]



