spot_img
HomeFréttirKiera Hardy á heimleið

Kiera Hardy á heimleið

22:21
{mosimage}

Á heimasíðu Hauka kemur fram að Kiera Hardy hefur leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. Forsvarsmenn Hauka staðfestu þetta nú fyrr í kvöld.

Kiera fékk högg á höfuðið í leik Hauka og Vals og hlaut fyrir vikið heilahristing. Samkvæmt læknisráði á Kiera að taka sér frí og var því ákveðið að leita af eftirmanni hennar. Sú leit er þegar hafin og ætti nýr leikmaður að lenda á klakanum næstu helgi.


Kiera lék 22 leiki fyrir Hauka og skoraði í þeim 22,6 stig, tók 5,5 fráköst og gaf 5,8 stoðsendingar.

Mynd: [email protected]

www.haukar-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -