06:00
{mosimage}
(Keflvíkingar spila í Hveragerði í kvöld)
Tveir leikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í kvöld. Keflvíkingar heimsækja Hamar í Hveragerði og KR fara í Garðabæinn. Einnig er leikið í 1. deild karla.
Efsta lið Iceland Express-deildar karla Keflavík fer í blómabæinn í kvöld og mætir Hamar. Staða þessa liða í deildinni er ólík þar sem Hamarsmenn sitja á botni hennar en Keflvíkingar á toppnum. Hamar þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld ef liðið ætlar sér að leika með þeim bestu áfram. Leikurinn hefst kl. 19:15.
KR-ingar eru að eltast við deildarmeistaratitilinn og með sigri í kvöld setja þeir pressu á Keflavík og Grindavík. Nýliðum Stjörnunnar hefur gengið ágætlega í vetur og eru þeir að eltast við sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ásgarði.
Í 1. deild karla taka Haukamenn á móti Ísfirðingum að Ásvöllum kl. 20:00. Þessi lið stefna á sæti í úrslitakeppninni og er hann því nauðsynlegur báðum liðum. Haukar töpuðu fyrir Ármann/Þrótti á miðvikudagskvöld. KFÍ vann stórsigur á Hetti í þeirra síðasta leik en hann fór fram 22. febrúar.
Þróttur frá Vogum tekur á móti Þór Þ. í kvöld kl. 20:00 á heimavelli þeirra í Vogunum. Heimavöllurinn getur reynst mikilvægur í kvöld en ef Þróttarar ætla að bjarga sér frá falli þá þurfa þeir sigur í kvöld. Þórsarar vilja komast í úrslitakeppnina og sigur í kvöld heldur von þeirri lifandi.
Mynd: [email protected]



