9:15
{mosimage}
Lottomatica Roma töpuðu 86-57 eftir að staðan í hálfleik var 41-25 fyrir heimamenn. Jón Arnór lék í 15 mínútur en meiddist í leiknum, en hann teygði á magavöðva.
Barcelona byrjuðu mjög ákveðnir og leiddu 30-11 eftir fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhluta hófu þeir að bæta við forystuna. Staðan í hálfleik var 41-25 eftir að síðustu átta stig hálfleiksins voru Rómverja. Í þriðja leikhluta náðu gestinir frá Róm að minnka muninn í tíu stig, en þriggjastiga rigning frá Börsungum kom þeim fljótlega aftur í nítján stiga forystu. Jón Arnór meiddist á ný í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn, vonandi er þetta smávægileg tognun en við fáum frekari fréttir af því síðar. Heimamenn í Barcelona leiddu 59-40 eftir þriðja leikhlutann og þeir bættu við í þeim fjórða og lokatölur 86-57.
Rómverjar áttu enga möguleika í Barcelona í kvöld, þeir voru grimmari í fráköstum og hittu mun betur utan af velli. Jón Arnór lék í fimmtán mínútur en hann átti ekki góðan leik líkt og félgar hans í Roma. Liðið er núna neðstir í G-riðli með einn sigur og tvo tapleiki. Tvö efstu liðin fara áfram. Næsti leikur í Meistaradeildinni er gegn CSKA Moscow á heimavelli fimmtudaginn 6. mars. Sigur í þeim leik opnar allt saman, en Roma voru klaufar að sigra ekki í Rússlandi
Mynd: www.virtusroma.it



