09:47
{mosimage}
(Tim Duncan)
Meistarar San Antonio Spurs rétt mörðu 97-94 sigur á grönnum sínum í Dallas Mavericks í nótt. Sigurinn hjá Spurs var sá sjöundi í röð hjá liðinu en Dallas fengu tvö góð tækifæri undir lok leiksins til þess að jafna metin eða knýja fram sigur en það hafðist ekki. Tim Duncan fór á kostum í liði Spurs með myndarlega tvennu, 31 stig og 15 fráköst. Atkvæðamestur í liði Mavericks var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki með 28 stig og 6 fráköst.
Kobe Bryant og félagar í LA Lakers áttu ekki í vandræðum þegar Miami Heat komu í heimsókn í Staples Center og skelltu gestum sínum 106-88. Jordan nokkur Farmar var atkvæðamestur hjá Lakers í nótt með 24 stig en næstur honum kom Kobe Bryant með 21 stig. Hjá Heat var Dwyane Wade með 18 stig.
New Jersey Nets höfðu góðan sigur á Milwaukee Bucks á heimavelli sínum í nótt. Lokatölur leiksins voru 120-106 Nets í vil þar sem þeir Vince Carter og Richard Jefferson gerðu báðir 19 stig fyrir New Jersey. Hjá Bucks var Michael Redd stigahæstur með 33 stig.



