16:08
{mosimage}
(Stúlknaflokkur Hauka bikarmeistari 2008)
Haukar eru bikarmeistarar 2008 í stúlknaflokki eftir frækinn 90-79 sigur á Grindavík í úrslitaleik liðanna á Selfossi. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Haukar reyndust sterkari á endasprettinum og unnu verðskuldaðan sigur. Guðbjörg Sverrisdóttir fór hamförum í Haukaliðinu í dag og gerði 39 stig, tók 21 frákast og stal 6 boltum. Þessi 39 stig eru jöfnun hjá Guðbjörgu á persónulegu stigameti sínu sem hún setti á Flúðum í fyrra í fjölliðamóti í með Haukum í 9. flokki.
Grindvíkingar hófu leikinn fáliðaðar eða sex talsins þar sem tvo leikmenn vantaði sem voru við keppni í knattspyrnu. Þessir tveir leikmenn komu svo inn í lið Grindavíkur í síðari hálfleik.
Haukar hófu leikinn betur en Grindvíkingar létu ekki slá sig út af laginu og leiddu 19-20 að loknum fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var jafn og spennandi og með góðri hittni tókst Grindvíkingum að halda sér inni í leiknum en staðan var 45-42 fyrir Hauka í hálfleik.
Haukar leiddu síðan bróðurpartinn í þriðja leikhluta en Grindvíkingar náðu að komast yfir einu stigi og stóðu leikar 65-66 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þær Ingibjörg Jakobsdóttir og Íris Sverrisdóttir voru fyrirferðamiklar hjá Grindavík en þegar um 5 mínútur voru til leiksloka fékk Íris sína fimmtu villu og varð frá að víkja og við það fór töluverður broddur úr sókn Grindvíkinga. Haukar hertu róðurinn og höfðu að lokum góðan 90-79 sigur og fögnuðu vel bikarmeistaratitlinum.
Þær Ingibjörg, Íris og Alma voru sterkar í Grindavíkurliðinu í dag en Guðbjörg Sverrisdóttir var í algerum sérflokki í leiknum. Guðbjörg var valin besti leikmaður leiksins í Haukaliðinu með 39 stig, 21 frákast og 6 stolna bolta eins og áður hefur komið fram en Íris Sverrisdóttir var valin besti leikmaðurinn í Grindavíkurliðnu með þrennu, 19 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar.
{mosimage}
{mosimage}
(Guðbjörg Sverrisdóttir)
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



