12:00
{mosimage}
Spennan um sæti í úrslitakeppni 1. deildar karla færist í aukana en fjögur lið berjast um tvö laus sæti þ.e. Haukar, Ármann/Þróttu, Þór Þorlákshöfn og KFÍ. Nokkrar umferðir eru eftir í deildinni og hafa liðin spilað mis mikið af leikjum því gæti það ekki komið í ljós hvaða lið spila til úrslita fyrr en í lokaumferðinni.
Eins og staðan er núna sitja Haukar í 4. sæti með 18 stig eftir 16 leiki og eiga eftir að leika við KFÍ og FSu.
Ármann/Þróttur er í 5. sæti með 16 stig eftir 16 leiki og eiga eftir að leika við Þór Þorlákshöfn og Þrótt Vogum.
Þór Þorlákshöfn er í 6. sæti með 16 stig eftir 14 leiki og eiga eftir að spila við Ármann/Þrótt, Hött og tvo leiki við KFÍ.
KFÍ er í 7. sæti með 12 stig eftir 14 leiki en eiga eftir að spila við Reyni Sandgerði (sem er í kvöld), Hauka og tvo leiki við Þór Þorlákshöfn.
Í ljósi þess að það margir þessara leikja eru á milli liðanna fjögra gerir það útreikningana flókna og öll þessi lið eru enn inni í myndinni. Samt sem áður er of snemmt að reyna að reikna út hvernig þetta fer og munu línurnar skírast í næstu viku en þá mætir Ármann Þór og Haukar KFÍ.
Það er ótrúlegt hvað deildin er jöfn og spennandi og ekkert lið með afgerandi forystu fyrir utan Breiðablik sem hefur aðeins tapað einum leik það sem af er leiktíðinni.
Mynd: [email protected]
Emil Örn Sigurðarson – [email protected]



