15:32
{mosimage}
(Sigrún reyndist Grindavík erfið á Selfossi um helgina)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir vann um helgina sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð í unglingaflokki kvenna. Síðustu þrjú ár hefur Sigrún orðið bikarmeistari með Haukum í unglingaflokki og sá fjórði kom með KR um helgina þegar Vesturbæjarstúlkur lögðu Grindavík í spennuleik.
Sigrún gerði 18 stig gegn Grindavík, tók 14 fráköst, stal 5 boltum og varði 4 skot. Ljóst er að Sigrúnu leiðist ekki í bikarkeppnum því í fyrra var hún stigahæst með Haukum í úrslitaleiknum gegn Keflavík í bikarkeppninni. Sigrún gerði þá 21 stig og tók 19 fráköst fyrir Hauka ásamt því að gefa 5 stoðsendingar.
Sigrún er einn af lykilmönnum KR í Iceland Express deild kvenna og hefur þrátt fyrir ungan aldur skipað sér á bekk með sterkustu körfuknattleikskonum þjóðarinnar. Þær systurnar Sigrún Sjöfn og Guðrún Ósk Ámundadætur skiptu yfir til KR fyrir yfirstandi leiktíð úr herbúðum Hauka og hafa farið mikinn með KR undir stjórn Jóhannesar Árnasonar.
Mikið mun mæða á Sigrúnu á miðvikudag þegar KR tekur á móti Keflavík í DHL-Höllinni kl. 19:15 en ætli KR-ingar sér að verða deildarmeistarar dugir ekkert annað en sigur gegn Keflvíkingum sem hafa fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.



