spot_img
HomeFréttirReynismenn sigruðu KFÍ

Reynismenn sigruðu KFÍ

d Reynismenn fóru með sigur af hólmi í kvöld gegn gestum sínum frá Ísafirði. 91-77 var lokastaðan og Reynismenn voru sterkari aðilinn allan leikinn og leiddu frá upphafi leiks. Í hálfleik voru heimamenn yfir með 9 stigum. Mikill pirringur var innan liðsmanna KFÍ og rifust þeir innanborðs á meðan Reynismenn léku fínan bolta. 

Í seinni hálfleik reyndu gestirnir allar tegundir varnarbrigðis og gekk það um tíma en Reynismenn voru fljótir að finna veikleika á vörn gestanna og gengu á lagið.  Hjá Reynismönnum var liðsheild þeirra sem skóp þennan sigur að lokum og varla hægt að týna úr einn leikmann sem skaraði framúr öðrum. Hjá KFÍ var Bojan Popovic þeirra besti maður en aðrir hreinlega varla mættir til leiks.  

Stig Reynis í kvöld. Ólafur Aron 26 , Sigurður Sigurbjörns 15 , Sigurður Sigurðsson 15 , Hlynur 13 , Sigurbjörn 12 , Einar 4 , Rúnar 4 , Magnús 2.

Stig KFÍ   Bojan Popovic 26 , Sirdan Bozic 16 , Allan Sheppard 15 , Pance Ilievski 11 og Þórir Guðmundsson 5.

Fréttir
- Auglýsing -