spot_img
HomeFréttirEinar Árni: Ætlum að klára mótið með stæl

Einar Árni: Ætlum að klára mótið með stæl

13:00
{mosimage}

(Einar með sigurskýrsluna í leikslok) 

,,Þetta er það sem við stefndum að allan tímann og þó það sé rosalega gaman að spila spennuleiki þá komum við til með að fylgjast vel með gangi mála í úrslitakeppni 1. deildar og Iceland Express deildinni og ætlum að njóta þess að skoða það sem bíður okkar í náinni framtíð,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur sinna manna 64-62 gegn Valsmönnum í 1. deild í gærkvöldi. Með sigrinum munu Blikar leika í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð en Einar kom liðinu upp í fyrstu tilraun þar sem hann tók við Breiðablik síðastliðið sumar.  

,,Við eigum tvo leiki eftir, gegn Þrótti og Hetti, og við ætlum okkur að klára mótið með stæl og erum núna með 15-1 stöðu í deildinni og ætlum að klára með tveimur góðum sigrum. Núna gerum við allt til þess að koma okkur niður á jörðina og halda fókus í þessum tveimur leikjum því við vitum að bæði Þróttur og Höttur eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við höfum ekki verið að leika nægilega vel gegn liðunum í neðri hluta deildarinnar og kominn tími á að hysja upp um sig brækurnar á þeim vettvangi,” sagði Einar en hvaða lið telur hann að muni skipa úrslitakeppnina í 1. deildinni? 

,,Ég reiknaði með því að Ármann/Þróttur kæmist í úrslitakeppnina og með þeim sé ég að ef Þór Þorlákshöfn vinnur tvo af þessum síðustu þremur leikjum sem þeir eiga eftir eru þeir líka inni. Þannig að ég tippa á að þetta verði FSu, Valur, Ármann/Þróttur og Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni,” sagði Einar í samtali við Karfan.is í gærkvöldi. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -