14:30
{mosimage}
(Shaq fær ekki heldur að klára leikinn að þessu sinni)
Þeir Jeremy Richardson, Mike Bibby, Shawn Marion og Marcus Banks mega leika með liðinum sínum þegar þau endurleika endakaflann úr leik þeirra frá því 19. desember. Atlanta vann með sex stigum 117-111 en Miami kærði leikinn vegna tæknilegra mistaka. Þáverandi leikmaður Miami Shaquille O´Neal þurfti að víkja af velli með sex villur þegar 51.9 sekúndur voru eftir af leiknum en hann var aðeins með fimm. Á þessum forsendum kærði Miami og vann.
Miklar breytingar hafa orðið á báðum liðum síðan og NBA-deildin hefur gefið það út að nýju leikmennirnir mega leika. Leikið verður á laugardagskvöld en þá mætast þessi lið tvisvar. Fyrst í 51.9 sekúndur og svo í heilan leik.
Mike Bibby og Jeremy Richardson komu til Atlanta í síðasta mánuði og Shawn Marion og Marcus Banks til Miami.
Mynd: AP



