spot_img
HomeFréttirLebron með 50 og Celtics tryggja sér úrslitakeppnina

Lebron með 50 og Celtics tryggja sér úrslitakeppnina

d Spike Lee og Jay Z fylgdust með þegar Lebron James gerið sér lítið fyrir og setti niður 50 stig í Madison Square Garden í gær gegn heimaliði Knicks og stuðlaði þar að sigri sinna manna 119-105. Þegar um 4 mínútur voru eftir var staðan 99-98. Þá tók James til sinna ráða, smellti 3 þristum og 11-1 “run” gestanna var of stór biti fyrir Knicks. Boston Celtics voru svo fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í nótt þegar þeir sigruðu Detroit Pistons.


Garnett setti 31 stig fyrir Celtics sem hafa nú unnið 6 leiki í röð og með “recordið” 47-12 í deildinni. “ Þetta var góður sigur hjá okkur en við eigum að öllum líkindum eftir að sjá þá aftur í úrslitakeppninni. Þá eiga þeir eftir að vera erfiðari” sagði Paul Pierce eftir leikinn í gær en hann laumaði inn 15 stigum fyrir Celtics. Chauncy Billups og Rasheed Wallace settu 23 hvor fyrir Pistons.
 
Önnur úrslit næturinnar má sjá hér á vinstri hönd á RSS Feederinum.  

Mynd: NBA.COM

Fréttir
- Auglýsing -