Njarðvíkingar sigruðu Skallagrímsmenn nokkuð létt í kvöld með 113-83 í leik þar sem Skallagrímsmenn hófu leik mikið betur. Brenton Birmingham fór fyrir sínum mönnum í kvöld og setti niður 29 stig þar af 7 þeirra frá þriggjastiga línunni. Sem fyrr segir voru það gestirnir sem hófu leik mikið ákveðnari. Þeir komust í 0-6 og svo 2-11. Njarðvíkingar fóru svo loksins að ranka við sér og minnkuðu muninn niður í 4 stig 10-14.
Eftir það voru það gestirnir sem höfðu frumkvæðið allan fyrsta leikhluta og fóru í annan leikhluta með 4 stiga forystu. Vörn heimamanna var slök og Darrel Flake nýtti sér það vel. Kappinn var duglegur að sækja á körfu Njarðvíkinga og setja niður skotinn og/eða fór á línuna. Í seinni hluta annars leikhluta komust svo loks Njarðvíkingar yfir og var þá vörn heimamanna nokkuð þétt. Í hálfleik var staðan 54-48 heimamenn í vil. 
Seinni hálfleikur hófst með látum. Mikil barátta og náðu Skallagrímsmenn að halda í við heimamenn í stöðunni 60-57. Þá hófu heimamenn að pressa fast á gestina með góðum árangri og hóf þá einnig Brenton skothríð að körfu gestanna. Staðan var allt í einu orðin 65-57 heimamenn í vil en þó voru þeir ekki komnir í þá stöðu að geta farið að slaka á. Vendipunktur leiksins var svo í þessari stöðu þegar Florian Miftari var rekinn úr húsi þegar hann var með óþarfan munsöfnum við Björgvin dómara leiksins. Þess má geta að Ken Webb tók á þessum tíma leikhlé sem hann eyddi algerlega í viðræður við Björgvin. En þarna fengu Njarðvíkingar 4 víti sem Brenton setti öll niður. Staðan orðin allt í einu 71-58 heimamenn í vil.
Út frá þessu fór Brenton heldur betur að hittna og setti niður hvern þristinn á fætur öðrum. Staðan í lok fjórungsins, 90-70 og í raun leiknum lokið af hálfu Skallagrímsmanna Síðasti fjórðungurinn fór í það að Skallagrímsmenn gerðu örvæntingafullar tilraunir til að minnka muninn niður en Hörður Axel sá til þess með nokkrum þristum að þær tilraunir gengu ekki. Pirrings gætti meðal leikmanna Skallagríms og fór svo að ásetningsvilla var dæmd á Darrel Flake þegar hann braut á Sverri Þór Sverrissyni og eftir að hann var tekinn út af var allur vindur í leik liðsins. Minni spámenn kláruðu leikinn fyrir bæði lið og var það svo Sigurður Þórarinsson sem kláraði leikinn fyrir gestina með „Buzzer“ 
Sem fyrr segir Brenton stigahæstur hjá heimamönnum með 29 stig, Hörður Axel kom honum næstur með 19 stig. Hjá gestunum var Flake með 23 stig og Allan Fall kom næstur með 19 stig. Njarðvíkingar halda 4 sætinu en Skallagrímsmenn halda 6 sætinu þrátt fyrir tap þar sem að ÍR tapaði gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld.



