22:09
{mosimage}
(Kristinn Óskarsson skrifar)
Talsverð umræða hefur verið undanfarna daga um íþróttamannslega framkomu og hefur umræðan oft verið neikvæð. Sem betur fer koma oft upp atvik þar sem drengskapur og íþróttamennska er til fyrirmyndar en því miður fer minna fyrir umræðu um þau.
Mig langar til að segja frá atviki sem átti sér stað í síðastu umferð Iceland Express deildar karla, í leik Tindastóls og UMFN. Þegar u.þ.b. 5 mínútur voru liðnar af leiknum tók þjálfari Tindastóls leikhlé þar sem ekki hafði gengið sérstaklega vel hjá hans mönnum. Í leikhléinu kom Jón Júlíus Árnason aðstoðarþjálfari UMFN til okkar dómaranna og spurði okkur hvort að fyrsta karfa Tindastóls hefði verið tveggja eða þriggja stiga virði. Við dómararnir rifjuðumskotið upp og mundum báðir að það hafði verið virði þriggja stiga. Þá benti Jón Júlíus okkur á það að þar með vantaði eitt stig hjá Tindastóli. Við skoðuðum leikskýrslu og statistikk þar sem hvorugur hafði skráð körfuna sem þriggja stiga.
Þarna fengum við tækifæri á að afstýra mistökum sem hefðu kostað Tindastól eitt stig, þökk sé aðstoðarþjálfara UMFN.
Kristinn Óskarsson
Körfuknattleiksdómari



