spot_img
HomeFréttirÍA komið í úrslitakeppni 2. deildar

ÍA komið í úrslitakeppni 2. deildar

19:54

{mosimage}

Skagamenn unnu Árvak mjög örugglega 98-58 í gærkvöldi og eru því komnir í úrslitakeppninna í 2.deild. Leikurinn var tímamótaleikur fyrir Jón Þór leikmann ÍA því hann var að spila sinn 250 leik fyrir félagið á Íslandsmóti og gamla brýnið setti 9 stig í leiknum.

 

Leikurinn varð einnig tímamót fyrir Halldór G. Jónsson því hann setti 37.stig í leiknum sem er persónulegt met í meistaraflokki og hann skoraði 9.þriggja stiga körfur sem er einnig persónulegt met,hann hafði mest skorað 35 stig í Íslandsmóti fyrir Selfoss tímabilið 2003/2004.

 

{mosimage}  

Jón Þór Þórðarson fékk viðurkenningu 

 

Einnig má finna umfjöllun um leikinn á heimasíðu ÍA

 

Eins og fyrr segir er ÍA komið í úrslitakeppni 2. deildarinnar ásamt Hrunamönnum. Hvaða tvö lið komast úr B riðli er ekki ljóst enn en þar eru Vestmanneyingar og Mostramenn í góðum málum

[email protected] 

Myndir: Halldór G. Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -