spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Valur vann Hött örugglega, Snæfell vann Grindavík í háspennuleik

Úrslit kvöldsins: Valur vann Hött örugglega, Snæfell vann Grindavík í háspennuleik

20:49

{mosimage}

Það var rafmögnuð spenna í Stykkishólmi í kvöld þegar Snæfell sigraði Grindavík 75-72 og þar með á Snæfell möguleika á að ná þriðja sætinu af Grindvíkingum. Á Akureyri steig Þór stórt skref inn í úrslitakeppnina með sigri á Fjölni 104-79.

 

Keflavík sigraði Hamar í Iceland Express deild kvenna 97-74 þar sem TaKesha Watson skoraði 42 stig fyrir Keflavík en La Kirste Barkus var stigahæst Hvergerðinga með 28 stig.

Í 1. deild karla sigruðu deildarmeistarar Breiðabliks Þrótt 100-57 og þar með er Þróttur fallinn úr deildinni. Þá vann Valur öruggan sigur á Hetti 124-78.

Meira síðar.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -