spot_img
HomeFréttirHáspenna og næstum því lífshætta í Hólminum (Umfjöllun)

Háspenna og næstum því lífshætta í Hólminum (Umfjöllun)

23:01

{mosimage}

Í kvöld var svakalegur leikur í Hólminum þar sem Snæfellingar tóku á móti Grindavík og höfðu naumann heimasigur 75-72 og tóku mikilvæg stig í þessari umferð. Snæfell sigraði einnig fyrri leik liðanna í Grindavík 82-95. Snæfellingar eru að vonast eftir 4. sætinu og eru Grindvíkingar að heyja veika baráttu um deildameistaratiltilinn en að sama skapi gæti Snæfell átt möguleika á 3.sæti Grindvíkinga ef síðustu leikir spilast svo.

 

 

Jón Ólafur spilaði ekki með Snæfell vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut um miðja viku en þau voru meiri en talið var í fyrstu og verður hann ekki lengi frá að eigin sögn og vildi nú ekki vera að gera úlfalda úr mýflugu þessi hógværi drengur sem hefur átt við erfið meiðsli að stríða á tímabilinu.  Dómarar voru Sigmundur Herbertson og Kristinn Óskarsson sem óku greitt en örugglega á leið sinni á Snæfellsnesið.

 

Siggi Þorvalds opnaði leikinn 2-0 og Grindvíkingar fylgdu vel á eftir og var nýji leikmaður þeirra Jamal Williams hvergi banginn þegar hann varði skot á flottann hátt en uppskar villu og var seigur í skori virkaði þungur en grefilli seigur Grindvíkingar virkuðu hressari á fyrstu mínútum og var “shooter” Íslands Páll Axel strax kominn í ham með tveimur þristum  og staðan 8-14 en heimamenn hristu af sér hrollinn og komu sér í gang, hertu vörnina og komust í 21-19 þegar flatan gall eftir 1. fjórðung. Leikurinn hraður og Grindavík voru að pressa undir lok hlutans og var Adam Darboe kominn með 3 villur og spilaði ekkert 2. hlutann.

{mosimage}

 

Grindavík héldu áfram að vilja keyra upp hraðann og stýra leiknum og varð ágengt en áttu erfitt varnarlega þar sem Snæfellingar svöruðu og leikurinn nokkuð jafn um miðjan annan hluta 27-30. Þegar 2 mín voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 29-37 og lítið sem ekkert ofan í hjá Snæfelli sem fengu samt skotin. Þeir náðu þó að klóra í bakkann undir lokin með nettum samhristingi og staðan í hálfleik var 39-40 fyrir gestina frá Grindavík þar sem nýji maðurinn Jamal Williams 12 stig og Páll Axel 11 stig voru að fara fyrir sínu liði en hjá Snæfelli voru Magni 11 stig, Justin 8 og Hlynur 7 stig, 9 frák, að leika ágætlega.

 

Páll Axel opnaði með 3 en Snæfell jafnaði strax 43-43 þegar Páll setti annan þrist og áttu Grindavíkurmenn góðann sprett til að byrja með í 47-53 og var Willimas með 9 stig fremstur í flokki manna þar en eins og var einkennandi fyrir leikinn komust Snæfellsmenn svo alltaf til baka og með sterkum varnarleik og hraðari sóknarleik frá Katholm og Shouse sem setti leikinn í 59-57 og fyrir 4. hlutann var staðan 61-59 fyrir Snæfell og var allt opið enn.

 

Fjórði hluti var spennuþrunginn og var allt í járnum og menn voru að gera mistök á báða bóga en til jafns að skora og sveitt barátta varnarlega. Einhver kítingur var um miðjan hluta milli Williams og Shouse sem var fremur spaugilegur en annað. Enginn var afgerandi í hvoru liði en allir voru meira og minna að leggja sig fram við þau mikilvægu stig sem voru í boði. Þegar 1:20 voru eftir var staðan 72-72 og segir mikið um gang mála í 4. hluta. Friðrik var alveg vitlaus við sína menn sem létu þvinga sig í léleg skot og að sama skapi voru Snæfellsmenn ragir í sínum aðgerðum. Ekkert gerðist nema fát og fum þangað til 3 sek voru eftir að Subasic setti 3 fyrir Snæfell og staðan 75-72. Magni fór út af með 5 eftir brot þegar 1 sek var eftir og Grindvíkingar tóku innkast þar sem leiktíminn rann út og Snæfell með mikilvægann heimsigur í leik þar sem allt gat gerst og skorið 14-13 í 4. hluta segir mikið um hittni og varnarleik liðanna í 4. leikhluta.

{mosimage}

 

Hjá Grindavík var Jamal Williams með 25 stig sem er seigur leikmaður mjög og Páll Axel með 17 stig og var haldið niðri í seinni hálfleik með góðri gæslu. Igor Beljanski var með 11 stig og 12 frák. Þorleifur átti fína spretti og setti 11. Adam Darboe kom á óvart hve lítið kom út úr honum. Hjá Snæfelli var Justin með 18 stig, Magni og Anders 12 hvor aðrir minna en Hlynur tók sín 16 fráköst og voru leikmenn Snæfells sterkir varnarlega að taka sigurinn af sterkum Grindvíkingum.

 Tölfræði leiksins 

Gangur leiksins: 2-0, 4-4, 6-11, 8-14, 14-14, 21-19, 21-21, 25-28, 29-37, 31-37, 39-41, 41-43, 43-43, 47-49, 47-53, 54-57, 59-57, 61-59, 65-59 68-65, 70-69, 72-72, 75-72.

 

 Leiðrétting frá mér úr umfjöllun minni í leikFjölnis og Snæfells 28.2.´08. 

Undirritaður sem tók saman umfjöllun um leikinn Fjölnir-Snæfell, vill koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri. Í hita leiksins, við að koma greininni frá mér, varð mér á að víxla mönnum hjá þeim spræku strákum í Snæfell sem tóku völdin í 4 leikhluta og eftirfarandi var ritað.: “Daníel setti svo einn þrist  strax á eftir og var fínn. Guðni kom sterkur inn og tók 10 fráköst í 4 hluta”  

Hið rétta er að Daníel A. Kazami tók þessi 10 fráköst sem ég stílaði á Guðna, og þessar 7 mín sem Daníel hinn spræki lék, setti hann einnig niður 5 stig. Guðni stóð sig einnig mjög vel og bið ég þessa sómapilta velvirðingar á ruglingi mínum og vona að þeir Snæfellingar taki mig ekki í gegn í Hólminum þegar ég sé þá aftur ef ég kem með bland í poka. 

Texti og myndir.  Símon B. Hjaltalín.

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -