00:58
{mosimage}
(Úr leiknum fyrr í kvöld)
Þór vann Fjölni fyrr í kvöld í Iceland Express-deild karla með 25 stiga mun 106-81. Fyrir leikinn voru Fjölnismenn fallnir og höfðu að engu að keppa nema stoltinu. Heimamenn leiddu mest allan leikinn og höfðu 12 stiga forystu eftir 1. leikhluta og 19 stiga forskot í hálfleik.
Stigahæstur hjá Þór var Cedric Isom með 27 stig og Luke Marolt setti 23. Hjá Fjölni var Anthony Drejaj með 28 stig og Sean Knitter var með 18.
Hægt er að lesa ítarlega umfjöllun og sjá fjöldann af myndum úr leiknum á heimasíðu Þórs ásamt viðtölum við þjálfara beggja liða og Óðinn Ásgeirsson.
Mynd: Rúnar Haukur Ingimarsson



