20:45
{mosimage}
Univer KSE sigruðu Falco KC 97-79 eftir að hafa verið yfir 44-42. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 9 stig, tók 2 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og var með mjög góða skotnýtingu.
Univer KSE sem eru í níunda sæti deildarinnar og ekki inní úrslitakeppninni gerðu sér lítið fyrir og sigruðu toppliðið í ungverska boltanum í dag 97-79, Jakob Örn Sigurðarson lék mjög vel þegar hann skoraði 9 stig, tók 2 fráköst, gaf 3 stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann lék.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 28-20 fyrir heimamenn og í hálfleik leiddu þeir 44-42. Í þriðja leikhluta náðu heimamenn aftur undirtökum í leiknum og leiddu þeir með ellefu sitgum 73-62 að honum loknum. Fjórði leikhluti var aldrei spennandi en heimamenn í Univer KSE bættu við forystu sína og unnu að lokum átján stiga sigur 97-79.
Framundan er barátta Univermanna að koma sér í úrslitakeppnina og nú sjá þeir að toppliðið er enginn fyrirstaða fyrir þá.
Í vikunni duttu Univermenn út í bikarkeppninni en Jakob Örn skoraði 9 stig í tapleik.
Mynd: www.universport.hu



