spot_img
HomeFréttirSnæfellsstelpur deildarmeistarar eftir sigur á Skallagrími í gær

Snæfellsstelpur deildarmeistarar eftir sigur á Skallagrími í gær

12:45
{mosimage}
(
Justin Shouse stýrði liði sínu til sigurs í 1. deild kvenna)

Í gær unnu Snæfell auðveldan sigur á nágrönnum sínum í Skallagrími í 1. deild kvenna. Með sigrinum tryggði Snæfell sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. Frá þessu er greint á vef Snæfells.

Í dag eiga þær leik hér heima kl. 14:00 við Þór Ak. Hvetjum við alla til að fjölmenna á þann leik því heyrst hefur að stelpurnar fái bikar afhentan í leikslok og má ekki nokkur maður láta það fram hjá sér fara. Enn einn bikarinn í safnið. Þær eiga síðan einn leik eftir í vetur og er það útileikur gegn Njarðvík þann 28. mars nk.  

www.snaefell.is 

Mynd: Símon Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -