06:00
{mosimage}
(Birgir og félagar í KFÍ þurfa sigur í kvöld)
Tveir leikir eru á dagskrá í 1. deild karla í kvöld. Á Ísafirði mæta heimamenn Þór Þorlákshöfn og hefst leikurinn kl. 19:15. Ef KFÍ tapar í kvöld eiga þeir ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina en þeir verða að vinna þrjá síðustu leiki sína. Þórsarar þurfa a.m.k. einn sigur úr síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Haukar tapi báðum sínum leikjum sem þeir eiga eftir en KFÍ og Þór munu mætast tvisvar á einni viku. KFÍ eiga svo eftir að leika við Hauka.
Á Selfossi taka heimamenn í FSu á móti Reyni Sandgerði kl. 19:15. Sandgerðingar eru fallnir og hafa að engu að keppa en Selfyssingar eru að reyna tryggja sér 2. sætið í deildinni og þ.a.l. heimaleikjaréttinn í allri úrslitakeppninni.
Mynd: [email protected]



