10:45
{mosimage}
(Byrd í leik með Hamri gegn ÍR í bikarúrslitum í fyrra)
Miðherjinn George Byrd mun taka stöðu Maurice Ingram í liði Ármanns í 1. deildinni en Byrd er væntanlegur til landsins á morgun samkvæmt Pétri Ingvarssyni þjálfara Ármanns. Síðasti deildarleikur Ármanns er á föstudag er þeir mæta Þrótti í Vogum á Vatnsleysuströnd.
,,Við Byrd þekkjumst vel og hann veit til hvers ég ætlast af honum. Ég hef lítið breyst síðan ég þjálfaði Hamar, er með sömu áherslur svo Byrd veit nákvæmlega hvað hann er að fara út í en hann vildi bara koma eins og skot og það er frábært þar sem hann er frábær leikmaður,” sagði Pétur í samtali við Karfan.is
Pétur sagði að með tilkomu Byrd væri það ekki markmið Ármenninga að halda sér í deildinni heldur er stefnan sett á Iceland Express deildina. ,,Við stefnum að því að þrjú Reykjavíkurstórveldi verði í efstu deild á næsta ári, KR, ÍR og Ármann,” sagði Pétur en verður hann áfram með liðið ef því tekst að tryggja sér sæti í úrvalsdeild?
,,Ég ætla ekki að svara því núna en ég var ráðinn í þennan mánuð og þegar honum lýkur mun ég skoða stöðuna. Ég tók þetta starf ekki að mér til að halda sæti Ármanns í deldinni heldur fara með liðið upp um deild.”
Byrd lék með Hamri í fyrra og í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Hann lék 11 leiki með Hamri í ár og skoraði að jafnaði 16,0 stig í leik.
Leikmannaferill Byrd á Íslandi



