12:53
{mosimage}
Sunnudaginn 9. mars síðastliðinn mættust í 2. deild – B riðli KFF Þórir og UMFÁ í Laugardalshöllinni. Leikurinn var mikilvægur fyrir UMFÁ til að ná í úrslitakeppni 2. deildar.
UMFÁ tók fljótt forystuna og komst mest í 17 stiga mun í 3. leikhluta. Þá tók Davíð Hreiðarson hjá KFF Þóri leikinn í sínar hendur og náði að koma KFF Þóri yfir seinni hluta fjórða leikhluta. UMFÁ komst þó 2 stigum yfir í lokin en Helgi Þorvaldsson jafnaði með tveimur öruggum vítaskotum á lokasekúndum.
Í framlengingunni átti UMFÁ aldrei möguleika. Úrslitin urðu 93-88 KFF Þóri í vil. Stigahæstur hjá KFF Þóri var Davíð Hreiðarson með 40 stig, þar af 18 stig úr þriggja stiga skotum. Hjá UMFÁ var Daði Janusson með 28 stig og 22 fráköst.
Texti: Finnur Torfi Gunnarsson
Myndir: Gunnar Gunnarsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



