spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Mikið um að vera

Leikir dagsins: Mikið um að vera

06:00

{mosimage}
(Úrslitakeppnin hefst í kvöld – fyrirliðar liðanna)

Í kvöld klárast 21. umferð Iceland Express-deild karla ásamt lokaumferðinni í 1. deild karla og úrslitakeppnin í Iceland Express-deild kvenna hefst vestur í bæ. Þannig að körfuboltaþyrstir Íslendingar ættu ekki að leiðast í kvöld.

Aðalleikur dagsins er viðureign KR og Grindavíkur í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 í DHL-höllinni.

Þessi lið hafa leikið fimm leiki í vetur í deild og bikar og hafa þeir allir unnist á heimavelli þannig að fyrirfram má búast við sigri KR. En þegar komið er á þetta stig í keppninni er ekki hægt að gera ráð fyrir neinu. Síðast þegar þessi lið mættust vann Grindavík með 12 stigum þannig að sá sigur ætti að vera gott veganesti inn í úrslitakeppnina.

Í Iceland Express-deild karla eru tveir leikir. Í Borgarnesi mætast Skallagrímur og Keflavík. Í Hveragerði taka heimamenn í Hamar á móti Stjörunni og hefjast báðir leikirnri kl. 19:15.

Lokaumferðin í 1. deild karla er í kvöld en fimm leikir eru á dagkrá. Leikir kvöldsins snúast um hvaða sæti Haukar og Ármann/Þróttur munu skipa í úrslitakeppninni. Ef Haukar vinna FSu verða Haukar í 4. sæti og fá Val í úrslitakeppninni en ef Ármann/Þróttur vinnur og Haukar tapa þá fara Ármenningar í 4. sætið og Haukar í það fimmta. Þá mætast FSu og Haukar og Valur og Ármann/Þróttur í úrslitakeppninni.

Þróttur og Reynir eru fallinn og leika í 2. deild næsta tímabil.

Leikir kvöldsins:
Höttur-Breiðablik – 18:30
Þróttur V.-Ármann/Þróttur – 20:00
Reynir S.-Valur – 20:00
Haukar-FSu – 20:00
Þór Þ.-KFÍ – 20:00

[email protected]

Mynd: Emil Örn Sigurðarson

Fréttir
- Auglýsing -