spot_img
HomeFréttirÞorleifur með ótrúlegan seinni hálfleik(Umfjöllun)

Þorleifur með ótrúlegan seinni hálfleik(Umfjöllun)

d

Þorleifur Ólafsson átti sannkallaðann drauma seinni hálfleik í kvöld þegar hann nánast bjargaði liði sínu hreinlega frá tapi á heimavelli gegn spræku liði Þórs.  Þórsarar byrjuðu leikinn miklu betur og það tók heimamenn 2 mínútur að setja niður sín fyrstu stig. Opin skot heimamanna í byrjun voru ekki að detta og sóknarleikur þeirra leiddist fljótlega út í “einstaklingsframtakið”. Á meðan voru gestirnir að rúlla kerfum og fá auðveldar körfur. Staðan var 10-17 þegar um 8 mínútur voru liðnar af leiknum og lauk fyrsta leikhluta 19-23 eftir að Grindvíkingar klóruðu í bakkann í lokinn með góðri innkomu Helga Jónasar Guðfinnssonar.

Í öðrum leikhluta héldu Þórsarar áfram að berjast af krafti og voru að hitta vel. Helgi Jónas var að berjast vel fyrir heimamenn en áfram virtist sóknarleikur þeirra frekar ryðgaður. Þegar um 4 mínútur voru eftir til hálfleiks var staðan 30-36 og tóku þá gestirnir 0-7 run og allt í einu var staðan orðin 32-48. Þarna voru Þórsarar að spila gríðarlega vel, létu boltann ganga vel á milli sín og nýttu sér það að sóknarleikur heimamanna var hreinlega skelfilegur. 37-50 var staðan í hálfleik. 

Grindvíkingar komu grimmir til seinni hálfleiks og voru fljótir að minnka muninn niður í 10 stig 44-54. Á þessum tíma hófst þáttur Þorleifs Ólafssonar, kappinn fór hreinlega á kostum og setti niður hverja körfuna á fætur annari og kappinn var hreinlega óstöðvandi. Þórsarar fóru að hægja verulega á leik sínum á meðan Grindvíkingar gáfu í og náðu loksins að jafna í stöðunni 60-60. Luka Marolt var að hitna hjá gestunum og setti niður erfiða þrista, en hinumegin á vellinum svaraði Þorleifur fyrir gestina. Staðan eftir þriðja leikhlutann 67-70. 

Í Fjórða leikhluta tók Þorleifur svo endanlega leikinn í sínar hendur. Kappinn setti niður hvern þristinn á fætur öðrum og ekki var það ábætandi þegar að Páll Axel, sem ekki hafði sést fram að þessu í leiknum setti niður tvo þrista. 

Cedric Isom og Luka Marolt héldu vonarneysta Þórsara logandi en þegar á leið leikhlutann var það Þorleifur sem gersamlega gerði út um allar vonir Þórsara með ótrúlegri hittni. Þórsarar reyndu svo á loka mínútum að pressa lið Grindvíkinga og brjóta á þeim en allt kom fyrir ekki og heimamenn kláruðu dæmið. Lokastaðan 107-95. Tölfræði er ekki komin í hús en þó vitum við að Þorleifur endaði með 36 stig og þar af voru 34 í seinni hálfleik (8 þristar í 9 skotum)

TÖLFRÆÐI LEIKSINS

Mynd: Úr safni

Fréttir
- Auglýsing -