17:30
{mosimage}
Við höldum áfram að birta svör hákarlanna um úrslitakeppni 1. deildar karla. Næstur er það Ingi Þór Steinþórsson sjónvarpsstjarna á KRtv.
Hvernig lýst þér á úrslitakeppnina í 1. deild karla?
Mér líst vel á hana, fjögur lið sem öll hafa metnað til að fara upp í Iceland Expressdeildina þrátt fyrir að liðin séu að setja misjafnlega mikið í þetta.
Hvaða lið fer upp?
Þetta verður hörkukeppni þar sem ég held að úrslitaleikirnir fari í oddaviðureign. Ég spái því að Valsmenn vinni FSu í hörku skemmtilegri viðureign.
Hvaða leikmönnum kemur til með að mæða mest á?
Það verður fróðlegt að sjá hvað George Byrd gerir hjá Ármanni, en til þess að þeir komist í gegn þarf hann að spila svakalega, hann er með góða stráka í kringum sig og fróðlegt að sjá hvernig þetta smellur saman hjá Ármanni. Það eru sprækir íslenskir strákar sem eru að leika þarna, liðin verða að fá gott framlag frá til dæmis Alexander Dungal hjá Val, Vésteinn Sveins hjá FSu en hann og Sævar Sigurmunds verða erfiðir við að eiga.
Mun Pétur Ingvarsson leika sama leik og hann gerði með Hamar á sínum tíma?
Ég spái að það gerist ekki, en það eru margir mínir menn þarna í Ármannsliðinu og því vona ég svo sannarlega að þetta smelli saman hjá þeim. Þeir eru hreinlega að leika gegn sterkari liðum og þurfa því að leika yfir getu til að fara upp. Pétur er kominn með Byrd og spurning hvort uppskriftin hans nái að hrærast saman í tíma.
Er tími FSu kominn?
FSu hafa lagt mikið í liðið í vetur, ég spái því einsog ég sagði áður að þeir fari í úrslit gegn Valsmönnum, þetta verður fróðlegt að sjá.
Verða Valsarar að bíða í 1. deild í eitt ár enn?
Ég spái því að Valsmenn komist upp, en það á eftir að vera mjög tæpt hjá Hlíðarendapiltum. Þeir þurfa að fá toppleiki frá Alexander og Steingrími auk erlendu leikmannana til að klára verkefnið. Rob er að gera fína hluti með Valsmenn.
Komast Haukar upp á erlends leikmanns?
Liðið er að standa sig vel án erlends leikmanns en því miður held ég að liðið komist ekki í gegnum hin liðin án erlends leikmanns. Haukar geta verið ánægðir með veturinn, ungir strákar fengið að taka ábyrgð og þeir eiga eftir að búa vel að því í framtíðinni.
Mynd: [email protected]



