spot_img
HomeFréttirTorfi Magnússon: Okkar tími er kominn

Torfi Magnússon: Okkar tími er kominn

8:15

{mosimage}

Við höldum áfram að birta svör hákarlanna um úrslitakeppni 1. deildar karla. Eins og við sögðum í gær svöruðu kapparnir fyrir síðustu umferðina en nú er endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Næstur er stór Valsarinn Torfi Magnússon.

Hvernig lýst þér á úrslitakeppnina í 1. deild karla?
Bara vel. Keppnin í fyrstu deildinni hefur verið skemmtileg og jöfn lið á ferðinni.

Hvaða lið fer upp?
Blikarnir unnu deildina og sæti í Express deildinni sannfræandi, en svo eru nokkur jöfn lið sem hafa verið að vinna hvert annað í jöfnum leikjum. Það er ekki enn ljóst hvaða lið munu leika til úrslita um hitt sætið. Líklegast er þó að það verði FSu og Haukar annars vegar og Valur og Ármann/Þróttur hins vegar. Þetta verða hörkuviðureignir og ekkert öruggt um úrslit. Ég tel þó að FSu muni vinna Hauka og Valur vinni Ármann/Þrótt.

Mun Pétur Ingvarsson leika sama leik og hann gerði með Hamar á sínum tíma?
Pétur er slingur þjálfari og hefur gott lið í höndunum. Það eru margir góðir leikmenn í Ármanni/Þrótti og nú hafa þeir fengið "skápinn" Byrd til liðs við sig og þar með styrkt sig mikið. Valur vann síðast í jöfnum leik svo það verður á brattann að sækja hjá okkur. Ég hef samt trú á því að okkur takist að vinna.

Er tími FSu kominn?
Þeir verða með heimaleikjarréttinn á móti okkur Valsmönnum í úrslitunum, en við vinnum þá samt.

Verða Valsarar að bíða í 1. deild í eitt ár enn?
Nei, okkar tími er kominn.

Komast Haukar upp á erlends leikmanns?
Nei, því miður er staðan sú að erlendir leikmenn skipta sköpum í fyrstu deildinni.

[email protected]

Mynd: Morgunblaðið

Fréttir
- Auglýsing -