7:30
{mosimage}
Nú höldum við áfram að skoða hvað hákarlarnir hafa að segja um úrslitakeppnina í 1. deild. Við minnum á að þeir svöruðu spurningunum fyrir síðustu umfreðina í deildinni sem fór fram á föstudag. Næstur er Sigurður Hjörleifsson sem hefur verið viðloðandi körfuboltann frá því snemma á síðustu öld og aðstoðað ófá liðin við að finna erlenda leikmenn.
Hvernig lýst þér á úrslitakeppnina í 1. deild karla?
Þetta verður frábær úrslitakeppni. Fjögur mjög vel mönnuð lið.
Hvaða lið fer upp?
Ómögulegt að segja til um það. Tel þó Ármann/Þrótt eða Val líklegust.
Hvaða leikmönnum kemur til með að mæða mest á?
Craig Walls & Rob Hodgson hjá Val, George Byrd & Steinar Kaldal hjá Ármann, Matt Hammer & Sævar Sigmunds hjá FSu og Sigurður Einarsson & Marel Guðlaugsson hjá Haukum.
Mun Pétur Ingvarsson leika sama leik og hann gerði með Hamar á sínum tíma?
Mjög líklegt. Hann er séður kallinn í þessum bransa.
Er tími FSu kominn?
Varla, en aldrei að vita hvað kemur frá þeim.
Verða Valsarar að bíða í 1. deild í eitt ár enn?
Vonandi ekki, eru með gott starf og flottasta íþróttahús landsins og ungt og upprennandi lið.
Komast Haukar upp á erlends leikmanns?
Tel það ekki líklegt en frábært hjá þeim að láta reyna á þetta án útlendings.
Mynd: www.kki.is



