06:00
{mosimage}
Eins og kom fram í viðtali við Birgi Örn Birgisson fyrrum landsliðsmann í körfubolta og leikmann með m.a. Keflavík er hann nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann er að þjálfa. Við höfðum samband við hann og spurðu hvernig baráttan gengi og hvor tímabilið væri búið. Eins spurðum við hvort hann væri eitthvað á leið til Íslands að þjálfa.
Baráttan í Þýskalandi gengur bara fínt, búið að vera strembið þar sem ég var með þrjú lið á mínum herðum í vetur. Þetta hafðist nú allt saman en var of mikið (sem ég reyndar vissi fyrirfram) en það fengust engir þjálfarar til að hjálpa til, þannig að ég "sat" uppi með þrjú lið.
Tímabilið kláraðist þann 09.03 sem er frekar snemma þetta árið en við byrjuðum í ágúst þannig að nógu langt er það.
Liðin stóðu sig vel í heildina, 2 þeirra enduðu í 6 sæti í 12 liða deild og 1 í 5 í 12 liða deild. En þar sem við vorum lengi vel að berjast um 3-4 sætið er ég ekki ánægður. Við misstum aðeins flugið í lokin og er það hlutur sem ég sem þjálfari verð að skoða.
Það er allavega vilji stjórnarinnar og leikmanna að ég verði áfram en þér að segja þá hef ég fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum sem vilja ræða við mig eftir páska. Þessi lið eru að spila í deild fyrir ofan þá deild sem ég er að þjálfa( 5 deild af 33) þannig að það er mjög áhugavert. Þannig að ég veit ekki hvað ég geri. Mér líður reyndar vel þar sem ég er en það gleður mann alltaf að heyra áhuga annara liða og líka að komast hærra.
Eins og staðan er í dag er ég ekkert á leiðinni heim, nema þá bara í sumarfrí (ef ég fæ eitthvað frí)
Mynd: Birgir Örn Birgisson



