spot_img
HomeFréttirSigur dugði ekki til(Umfjöllun)

Sigur dugði ekki til(Umfjöllun)

23:30

{mosimage}
(Stjörnumenn þökkuðu fyrir sig í leikslok)

Það var mikið í húfi þegar Stjarnan og Tindastóll mættust í kvöld í lokaumferð Iceland Express-deildar karla. Leikurinn fór fram í Ásgarði, Garðabæ og þar gat ráðist, að því gefnu að Þór misstigi sig, hvort liðið kæmist í úrslitakeppnina.


Í upphafi leiks virtust Stjörnumenn meira með hugann við efnið. Þeir virtust mun ákveðnari og eftir sex mínútur var staðan orðin 19-9, Stjörnunni í vil. Eitthvað slaknaði þó á takinu og Stólunum tókst með mikilli þriggja stiga sýningu að komast inn í leikinn. Staðan var fljótlega orðin 23-21 og allt í járnum strax í upphafi leiks. Svavar Birgisson endaði síðan leikhlutann á góðri flautukörfu og staðan eftir 1.leikhluta var 26-26.

{mosimage}

 

Skagfirðingar byrjuðu 2. leikhluta betur og komust fljótlega í 5 stiga forystu. Stjörnumenn virtust höktandi eftir ágæta byrjun á leiknum og fóru ýmisleg byrjenda mistök að koma fram. Vörn Stjörnunnar hélt þeim þó inni í leiknum og með flautu þristi frá Kjartani Atla minnkaði Stjarnan muninn í 4 stig, staðan 39-43 í hálfleik.

 

Síðari hálfleikur hófst með litlum látum. Eftir tíðindalitlar sex mínútur tókst Stjörnunni að komast yfir og eftir góðar lokamínútur leiddu Garðbæingar fyrir lokaleikhlutann. Staðan var 65-61 og allt í járnum.

 

Síðasti leikhlutinn var æsispennandi. Liðin voru hnífjöfn og leikurinn rokkaði á milli þess að vera jafn eða að annað liðið hafði eins til tveggja stiga forskot. Þegar tvær mínútur voru eftir var staðan 79-77.  Tindastólsmenn taka skot sem geigar og hinum megin hittir Kjartan Kjartansson afar mikilvægan þrist. Staðan orðin 82-77 og héldu Stjörnumenn þessu forskoti út leikinn þrátt fyrir hetjulega baráttu Sauðkrækinga og síðustu þremur stigum leiksins frá Ísaki Einarssyni. Lokatölur leiksins voru 85-83 og Stjörnumenn biðu frétta úr Síðuskóla. Eftir nokkurra mínútna bið kom það í ljós að Þór hafði unnið Snæfell og Stjarnan því út úr úrslitakeppninni. Þrátt fyrir þetta mega Garðbæingar una sáttir við sitt annað tímabil í efstu deild og ljóst er að mikið býr í liðinu.

Tölfræði

Texti: Elías Karl Guðmundsson

Myndir [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}
(Biðin var löng eftir því að vita hvaða lið færi í úrslitakeppnina)

Fréttir
- Auglýsing -