spot_img
HomeFréttirKjartan: Takmarkið að Stjarnan yrði úrvalsdeildarklúbbur

Kjartan: Takmarkið að Stjarnan yrði úrvalsdeildarklúbbur

00:03

{mosimage}
(Kjartan beið spenntur eftir úrslitum frá Akureyri eins og aðrir
 í Ásgarði í kvöld)

Stjarnan vann Tindastól í kvöld í Iceland Express-deild karla. Með sigri hefði liðið komist í úrslitakeppnina eins lengi og Þór hefði tapað fyrir Snæfell. En eins og allir vita unnu norðanmenn Snæfellinga og urðu þar með áttunda liðið inn í úrslitakeppnina. Kjartan Kjartansson átti stóran þátt í sigri Stjörnumanna í kvöld sagði eftir leik að það væri mikil vonbrigði að taka ekki þátt í úrslitakeppninni í vetur en menn í Garðabænum mættu samt vera sáttir með tímabilið.

,,Þetta var voðalega skrýtinn leikur og spilaðist fáránlega. Í öðrum leikhluta kom þurrkur hjá báðum liðum í langan tíma en í endann var þetta spurning hvort liðið vildi þetta meira og mér fannst við vilja þetta aðeins meira í vörninni. Þegar vörnin kemur detta skotin,” sagði Kjartan sem stóð galopinn fyrir utan þriggja-stiga línuna þegar skammt var til leiksloka og tók ekki skotið eins og hann er vanur að gera. Hann gaf boltann frekar á félaga sinn til að láta tímann ganga. ,,Mig langaði að taka eitt skot þarna í horninu í endann og eftir leik spurði ég Kidda(þjálfara Tindastóls) hvort hann hefði tekið þetta skot en hann vildi meina að hann hefði ekki gert það,” sagði Kjartan glottandi eftir leik en Kristinn þjálfari Tindastóls er ein alræmdasta þriggja-stiga skytta Íslands.

Stjörnumenn sem voru nýliðar í úrvalsdeild og réttu misstu af sæti í úrslitakeppninni og Kjartan sagði það vissulega vonbrigði en markmið tímabilsins hafi verið að komast í úrslitakeppnina. ,,Við settum stefnuna á sæti í úrslitakeppni og gáfum þau markmið út fyrir tímabilið. Þegar við lítum til baka eru margir leikir sem við hefðum getað tekið eins og leikir gegn Fjölni og Stólunum á útivelli. Nú telja þessir leikir og vega þungt. Við erum erfiðir heim að sækja og eigum yfirleitt góða leiki hér í Ásgarði. Það er hægt að segja að margir hlutir hafi verið gegn okkur í vetur en við gerðum okkar og erum þokkalega sáttir að halda okkur í deildinni. Það var markmið númer eitt. Það er margt sem hefði mátt fara betur eins og alltaf. Útlendingarnir sem komu og fóru. Fyrst vorum við að veðja á örugga leikmenn í Steven Thomas og Maurice Ingram en þetta er lotterý og okkur gekk illa í því. Svo fengum við þennan gullmola og þá tókum við þrjá leiki í röð,” sagði Kjartan ánægður með nýjasta liðsfélaga sinn Jarrett Stephens.

Liðið rétt missti af sæti í úrslitakeppninni og Kjartan viðurkenndi að það væri sárt. ,,Jón Kr. spurði mig fyrir tímabilið hvert væri markmiðið og ég sagði að það væri að Stjarnan yrði úrvalsdeildarklúbbur en auðvitað er þetta svekkjandi. Menn vilja að sjálfsögðu vinna leiki og spila stóru leikina og ég held að ég sofi ekki vel í nótt því maður verður ekki að spila í úrslitakeppninni,” sagði Kjartan en nýliðar Stjörnunnar eru ekki lengur nýliðar.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -