7:05
{mosimage}
Draumur Rómverja að komast í átta-liða úrslit meistaradeildarinnar er úti eftir 79-58 tap á Spáni. Jón Arnór skoraði níu stig á 25 mínútum.
Sigur hjá Lottomatica Roma hefði ekki dugað á spáni í kvöld þar sem Barcelona gerðu sér lítið fyrir og sigruðu CSKA Moscow 64-62 á heimavelli sínum.
Lottomatica Roma voru sjö stigum undir eftir fyrsta leikhluta 19-12 en þeir náðu að minnka muninn í fjögur stig í hálfleik 33-29. Heimamenn í Unicaja héldu sínum hlut og vonuðust til að CSKA myndu sigra Barcelona, staðan 54-46 eftir þrjá leikhluta og rúlluðu heimamenn yfir Roma í síðasta fjórðungnum 25-12 og lokatölur 79-58.
Jón Arnór skoraði 9 stig, nýtti 3 af 9 skotum sínum en setti niður vítaskot sitt. Jón Arnór tók einnig þrjú fráköst.
Nú geta Lottomatica Roma einbeitt sér að ítölsku Seria A keppninni en þar er liðið í öðru til þriðja sæti.
FIBA tóku viðtal við Jón Arnór og félaga hans í Romaliðinu Andrea Crosariol og er hægt að sjá viðtalið hér.
Mynd: www.virtusroma.it



