8:00
{mosimage}
93 árgangur Keflavíkur tapaði í gær
Eins og við greindum frá í gær hófst hið árlega Scania Cup mót í gær í Svíþjóð. Íslensku liðunum gekk upp og ofan en 92 árgangur Njarðvíkinga og 94 árgangur Þórs frá Þorláshöfn sigruðu andstæðinga sína.
Keflavíkurstúlkur fæddar 93 léku gegn finnska liðinu RaPy og töpuðu naumlega 50-46. Þær halda svo áfram í dag klukkan 8:40 að íslenskum tíma og leika svo seinasta leik sinn í riðlakeppninni klukkan 12:50. Árnína Lena Rúnarsdóttir var stigahæst Keflavíkurstúlkna með 10 stig.
94 lið Keflavíkurstúlkna lék í gær gegn sænska liðinu Dolphins og tapaði 47-36 en þær eru þriggja liða riðli og eru í þessum töluðu orðum að leika seinni leik sinn í riðlinum. Eva Rós Guðmundsdóttir lék mjög vel fyrir Keflavík í gær og skoraði 21 stig og er stigahæst í sínum árgangi.
Drengirnir frá Njarðvík sem eru fæddir 92 unnu Ullern frá Noregi örugglega 48-32 og leika tvo leiki í dag, klukkan 12:30 og 18:00. Síðasta leikur þeirra í riðlakeppninni er svo á morgun klukkan 8:20. Ólafur Helgi Jónsson skoraði mest Njarðvíkinga eða 13 stig.
93 lið Keflvíkurdrengja steinlá gegn Finnunum í Vilpas 75-50 og heldur áfram í dag klukkan 10 og svo aftur klukkan 15:10. Andri Þór Skúlason var stigahæstur með 12 stig.
Þór Þorlákshöfn er með lið í 94 árgangi drengja og þeir sigruðu Vilpas 55-53. Þórsarar leika tvo leiki í dag, klukkan 7:20 og 14:15. Emil Karel Einarsson átti stórleik fyrir Þórsara og skoraði 20 stig.
Stjörnudrengir fræddi 95 léku við heimamenn í Södertalje í gær og töpuðu 66-43. Í dag leika Stjörnumenn klukkan 9:40 og 15:30. Darri Logi Skúlason skoraði 14 stig fyrir Stjörnumenn.
Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins hér og það er rétt að taka það fram að lið Þórs heitir Bor hjá Svíunum.
Mynd: www.keflavik.is



