17:00
{mosimage}
Blápúkinn Henderson átti tilþrif dagsins þegar hann tók leikinn í sínar hendur og skoraði sigurkörfuna þegar 9 sek. voru eftir.
Fyrstu átta leikirnir fóru eftir bókinni, þ.e. liðið í hærra styrkleikaflokki sigraði. Flestir leikirnir voru ágætir.
Georgia sem hafði verið á góðri siglingu fyrir keppnina komst mest 9 stig yfir á móti Xavier, en þreyta og slakt skotval í seinni hálfleik kostaði liðið sigur.
Leikur Marquette og Kentucky var mjög jafn og skemmtilegur. Jo Crawford setti niður 35 stig fyrir Kentucky en það var ekki nóg á móti mjög góðu Marquetta liði.
Kent State átti í miklu basli á móti grimmu UNLV liði og náði að jafna met í keppninni með því að skora aðeins 10 stig í fyrri hálfleik.
Hinu hávöxnu Lopez bræður og aðrir leikmenn Stanford fóru illa með Cornell og héldu þeim í 16% skotnýtingu í fyrri hálfleik. Stanford datt úr keppninni í fyrra í fyrstu umferðinni með mjög slakri frammistöðu. Þeir voru mjög einbeittir nú og hafa bætt leik sinn mikið síðan þá.
Góðu lið Kansas, Michigan State, Purdue og Pittsburgh léku ágætlega í sínum leikjum og uppskáru þægilega sigra.
West (3) Xavier (27-6) 73, (14) Georgia 61
Midwest (1) Kansas 85, (16) Portland State 61
South (5) Michigan State 72, (12) Temple 61
South (6) Marquette 74, (11) Kentucky 66
West (6) Purdue 90, (11) Baylor 79
Midwest (8) UNLV 71, (9) Kent State 58
South (4) Pittsburgh 82, (13) Oral Roberts 63
South (3) Stanford 77, (14) Cornell 53
Það var meira fjör í seinni átta leikjunum, sex fóru eftir bókinni og mjög litlu munaði að risaskellur hefði litið dagsins ljós.
Kansas State sigraði USC með þrettán stiga mun. Leikurinn var nokkuð jafn og mikið mæddi á nýliðunum tveimur (M. Beasley og O.J. Mayo) sem leiða þessi lið, þeir enduðu báðir með um 20 stig en hafa oft leikið betur.
Smáliðið Belmont lék frábærlega á móti Duke. Þegar nokkrar mínútur voru eftir komst Belmont yfir og hafði leikinn í vasanum. Á síðustu tveimur mín. gerðu leikmenn Belmont og þjálfari sig seka um nokkur slæm mistök og leikmaður Duke Gerald Henderson stóð upp og kláraði leikinn fyrir bládjöflana. Gerald skoraði síðustu átta stig Duke og sigurkarfan var glæsileg (sjá mynd hér að framan). Kappinn rak boltann hratt upp völlinn frá sinni endalínu og keyrði inn í þétta vörnina og skoraði úr erfiðu færi.
{mosimage}
Josh Carter (Texas A&M) átti góðan leik í gær og skoraði 26 stig. Hann er ekki bara háloftamaður, heldur negldi hann niður sex þristum í gær í 10 tilraunum.
Landbúnaðarháskólinn í Texas sigraði hið hvíta og trúaða lið BYU sem kennt er við spámanninn Brigham Young. Texas komst í 11-0 í byrjun en BYU vann sig síðan inn í leikinn, eftir þetta var hann var jafn og nokkuð skemmtilegur. Það var gaman að sjá fimm hvíta menn inn á móti miklum íþróttamönnum Texas skólans og hafa í fullu tré við þá.
Hið ofmetna lið Wisconsin sem mikið hefur verið gert úr síðustu ár sigraði sprækt lið Cal St. Leikurinn var lengst af jafn, en Wisconsin stakk þá þá af á lokasprettinum.
Fjallamennirnir frá West Virginia áttu góðan leik á móti vel spilandi liði Arizona. Fjallamennirnir leika öfluga vörn, keyra upp völlinn þegar þeir ná boltanum og skjóta marga hraðaupphlaupsþrista. Þegar þeir bjóðast ekki þá rúlla þeir boltanum á milli kanta og inn og úr teignum þangað til næsti góði þristur býðst, eða eitthvað annað betra. Allt byrjunarlið West Virgina lék vel í þessum leik. Arizona lék vel, en hafði ekki nægilega mikla breidd til að sigra. Chase Budinger er skemmtilegur leikmaður sem gaman er að fylgjast með og lék vel fyrir lið sitt. Það er ótrúlegt að lið frá stórum skóla skuli hafa eins litla breidd og Arizona hefur. Byrjunarlið Arizona var á vellinum nær allan leikinn og fékk að hvíla sig samtals í 12 min.
Hið fornfrægi Notra Dame skóli sem hefur átt gott keppnistímabil í vetur átti ekki neinum vandræðum með lið George Mason (þeir léku frábærlega í keppninni í fyrra). Notre Dame liðið er með nokkuð hvítt lið og leika agaðan og grimman bolta. Stóri maðurinn þeirra, Luke Harangody átti mjög góðan leik (18 stig og 14 fráköst).
Glansliðið UCLA sýndi að þeir geta leikið góða vörn er þeir gjörsigruðu MVS með 31 eins stiga mun. Lið UCLA hefur lent í nokkrum meiðslum að undanförnu. Ef þeir verða heilir í næstu leikjum þá munu þeir eflast ná undanúrslitunum eins og þeir hafa gert í síðustu tveimur keppnum.
Midwest (11) Kansas State 80, (6) Southern Cal 67
West (2) Duke 71, (15) Belmont 70
East (4) Washington St. 71, (13) Winthrop 40
West (9) Texas A&M 67, (8) BYU 62
Midwest (3) Wisconsin 71, (14) Cal State Fullerton 56
West (7) West Virginia 75, (10) Arizona 65
East (5) Notre Dame 68, (12) George Mason 50
West (1) UCLA 70, (16) Mississippi Valley State 29
Myndir: www.cnn.com



