19:38
{mosimage}
Chris Lofton er einn af aðal byssunum hjá hinu góða liði Tennessee. Góð spilamennska hans í vetur kom honum á forsíðu Sports Illustrated.
Í dag fara fram 16 leikir í úrslitakeppni NCAA division 1., og þar með lýkur fyrstu umferðinni. Allir leikirnir í gær nema einn fóru eftir bókinni. Það munaði samt ótrúlega litlu að við fengjum einn risaskell er Belmont (15) var næstum því búið að vinna Duke (2).
Liðunum í úrslitunum er raðað saman í fjóra riðla (West, Midwest, South og West) og eftir styrkleika. Í fyrstu umferðinni leikur besta liðið við það slakasta og svo framvegis. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokk liðanna í sviganum fyrir framan skólanafnið og hvaða leikir eru í dag (í tímaröð). Í sviganum eftir nafni skólans eru sigrar og töp á keppnistímabilinu talin upp.
Leikirnir eru sýndir á kapalstöðinni NASN og byrjar útsendingin í dag kl. 16:00 og lýkur tólf tímum seinna. Þeir leikir sem eru feitletraðir verða aðalleikirnir á NASN í dag, en síðan er hoppað á milli valla/leikja eftir aðstæðum. Einnig á að vera hægt að nálgast þessa leiki á netinu með því að fara inn á www.ncaa.com. Ítarlega umfjöllun um leiki dagsins má finna á www.cnn.com og öðrum sambærilegum miðlum.
Leikir dagsins eru:
East (2) Tennessee (29-4) vs. (15) American (21-11)
Midwest (7) Gonzaga (25-7) vs. (10) Davidson (26-6)
South (7) Miami (22-10) vs. (10) Saint Mary's, Calif. (25-6)
West (5) Drake (28-4) vs. (12) Western Kentucky (27-6)
East (7) Butler (29-3) vs. (10) South Alabama (26-6)
Midwest (2) Georgetown (27-5) vs. (15) UMBC (24-8)
West (4) Connecticut (24-8) vs. (13) San Diego (21-13)
South (2) Texas (28-6) vs. (15) Austin Peay (24-10)
East (6) Oklahoma (22-11) vs. (11) Saint Joseph's (21-12)
East (1) North Carolina (32-2) vs. (16) Mount St. Mary's
Midwest (4) Vanderbilt (26-7) vs. (13) Siena (22-10)
South (8) Mississippi State (22-10) vs. (9) Oregon (18-13)
East (8) Indiana (25-7) vs. (9) Arkansas (22-11)
East (3) Louisville (24-8) vs. (14) Boise State (25-8)
South (1) Memphis (33-1) vs. (16) Texas-Arlington (21-11)
Midwest (5) Clemson (24-9) vs. (12) Villanova (20-12)
Mynd: www.wbir.com



