spot_img
HomeFréttirNBA: Ira Newble til Lakers

NBA: Ira Newble til Lakers

12:30

{mosimage}
(Newble í leik með Seattle)

Þrátt fyrir að skiptiglugginn sé lokaður í NBA geta liðin enn tekið inn leikmenn sem eru án samnings. L.A. Lakers styrkti leikmannahóp sinn þegar fengu framherjann Ira Newble til liðs við sig. Samningurinn er ekki lengur eða 10 dagar en ef hann stendur sig þá munu þeir framlengja samninginn. Newble sem er 33 ára hóf tímabilið hjá Cleveland en var skipt í stóru skiptunum sem sendu m.a. Ben Wallace til Chicago.

Newble fór til Seattle í þeim skiptum en lék aðeins tvo leiki með þeim áður en þeir keyptu upp samninginn hans. Newble er á sínu áttunda tímabili í NBA er að fara leika með sínu fimmta félagi en hann lék flest árin með Cleveland.

Í vetur hefur hann skorað 4.2 stig og tekið 2.7 fráköst í þeim 43 leikjum sem hann hefur tekið þátt í þetta tímabil.

Þá hefur lánlaust lið Miami fengið til sín framherjann Stephane Lasme á 10 daga samning. Nýliðinn Lasme hefur verið á mála hjá Golden State í vetur og lék aðeins einn leik.

[email protected]

Mynd: nba.com

Fréttir
- Auglýsing -