spot_img
HomeFréttirNBA: LeBron James í sögubækurnar

NBA: LeBron James í sögubækurnar

01:52

{mosimage}
(Áhorfendur klöppuðu fyrir LeBron þegar hann bætti metið)

LeBron James varð stigahæsti leikmaður í sögu Cleveland þegar hann bætti met Brads Dougherty í leiknum gegn Toronto sem var að ljúka en leikurinn var í beinni á NBAtv. Hann þurfti aðeins fimm stig til að bæta metið og gerði hann það í 1. leikhluta en metið var 10.389.

LeBron var hylltur af stuðningsmönnum Cleveland þegar hann náði metinu en þessi ungi maður sem verður 24 ára á næst síðasta degi ársins er besti leikmaður NBA þrátt fyrir ungan aldur.

LeBron James fór á kostum í leiknum eins og að vanda og tryggði sínum mönnum sigurinn en hann skoraði 29 stig í leiknum ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. En hann skoraði aðeins 6 í fyrri hálfleik. Hann setti 23 stig í seinni hálfleik og hann reyndist sínu liði mikilvægur þegar á reyndi en hann skoraði mörg stig á endasprettinum.

Eftir leik næturinnar er hann kominn með 10.414 stig fyrir Cleveland.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -