spot_img
HomeFréttirScania Cup: Íslensku liðin ekki að gera neinar rósir

Scania Cup: Íslensku liðin ekki að gera neinar rósir

10:18

{mosimage}

Scania Cup hélt áfram í gær og íslensku liðin léku marga leiki en því miður lítur ekki út fyrir að þau geri neinar rósir í mótinu þetta árið.

10. flokkur drengja úr Njarðvík (92) léku við Uppsala frá Svíþjóð og töpuðu 59-49 og hafa unnið einn og tapað einum í riðlinum sem lýkur í dag. Hægt er að lesa nánar um leikinn á heimasíðu Njarðvíkur og þar kemur m.a. fram að með Uppsala lék íslenskur strákur, Helgi Reynisson, sem er 203 cm.

9. flokkur Keflavíkur (93) lék þrá leiki í gær, í gærmorgun töpuðu þeir fyrir sænska liðinu Polisen 68-58 og seinna um daginn unnu þeir annað sænskt lið, Luelå, 65-61. Þar með enduðu Keflvíkingar í þriðja sæti riðilsins og léku seint í gærkvöldi við þriðja sænska liðið, Järva, og töpuðu 66-53 og leika í dag um það hvort þeir leiki um 9. eða 11. sætið á morgun.

8. flokkur Þórs í Þorlákshöfn (94) tapaði tveimur seinustu leikjunum í riðlinum í gær, 55-29 fyrir sænska liðinu Solna og 58-48 fyrir finnska liðinu ToPo. Vegna annarra úrslita enduðu þeir í neðsta sæti riðilsins og seint í gærkvöldi unnu þeir finnska liðið Pantteris og mæta því norska liðinu Bergskamertae í dag í leik um 13. sætið í mótinu.

7. flokkur Stjörnunnar (95) luku riðlakeppninni í gær með því að vinna danska liðið SISU 57-34 og tapa 72-42 fyrir Lobas frá Svíþjóð. Það þýddi að Stjörnustrákarnir enduðu í þriðja sæti riðlsins og léku í gærkvöldi við sænska liðið Högsbo og töpuðu 61-35. Þeir mæta því SISU í dag um það hvort þeir leika um 9. eða 11. sætið á morgun. Hægt er að lesa fréttir af Stjörnustráknum á blogsíðu þeirra.

9. flokkur kvenna úr Keflavík (93) lék í gær einn leik, gegn danska liðinu Åbyhøj, og tapaði 50-46. Þær hafa því tapað báðum leikjum sínum í riðlinum en þær leika svo 2 leiki í dag.

8. flokkur kvenna úr Keflavík (94) kláraði riðlakeppnina í gær með að tapa fyrir finnska liðinu OrJy 53-44. Þær léku svo við finnska liðið Honka og töpuðu 54-47 og í morgun unnu þær Bollstanäs 56-54 og leika því um 9. sætið í mótinu seinna í dag.

Mótið heldur áfram í dag og geta áhugasamir fylgst með hér.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -