16:30
{mosimage}
FSu vann góðan sigur á Haukum í dag 86-98 og eru þar með komnir í úrslitin um laust sæti í Iceland Express-deild karla. Leikurinn var vel leikinn hjá báðum liðum og áhorfendur fengu eitthvað fyrir sinn pening í dag. Matthew Hammer fór enn og aftur á kostum í liði FSu en hann var með þrennu 10 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum. Hjá Haukum skorað Sigurður Einarsson mest eða 23 stig.
Leikurinn hófst af miklum krafti og Haukar komust í 8-4 eftir aðeins tæplega tveggja mínútna leik. Þá kom gott áhlaup hjá FSu þar sem þeir skoruðu átta stig í röð, 8-12, með körfum frá Matt Hammer, Árna Ragnarssyni og Vésteini Sveinssyni. Eftir þetta létu þeir ekki forystuna af hengi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24-26 en Sigurður Einarsson átti síðasta orðið og kláraði leikhlutann með þrist.
FSu voru sterkari til að byrja með í 2. leikhluta og juku muninn. Haukar minnkuðu hann í tvö stig á ný 31-33. Liðin skiptust á körfum næstu mínútur og það voru gestirnir sem höfðu 10 stiga forskot í hálfleik 42-54.
{mosimage}
Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleik sterkt en þeir skoruðu sex fyrstu stigin. Haukar svöruðu með körfu en FSu hélt áfram að skora. Haukamenn áttu í vandræðum í vörninni og ekki hjálpaði til þegar Sveinn Ómar Sveinsson þurfti að fara út af vegna meiðsla þegar hann lenti illa eftir baráttu við Matthew Hammer.
Haukamenn gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn í sex stig, 67-73, fyrir lokaleikhlutann sem stefndi í að vera allur hinn fjörugasti.
Árni Ragnarsson skoraði fyrstu körfu leikhlutans sem var þristur og Sigurður Þór Einarsson svaraði með öðrum þrist. FSu skoraði næstu fimm stigin og munurinn á ný tveggja stafa tala. Haukamenn áttu fá svör það sem eftir var leiks og FSu vann góðan sigur og eru komnir í úrslit.
Bæði lið voru að hitta vel en FSu setti 11 af 18 þriggja stiga ofaní og Haukar 15 af 30.
Hjá FSu var Matthew Hammer stórkostlegur eins og fyrr var greint. Árni Ragnarsson var þó stigahæstur með 25 stig og var sjóðandi fyrir utan þriggja-stiga línuna með 5 af 7 ofaní. Sævar Sigurmundsson skoraði 23 stig og tók 11 fráköst. Vésteinn Sveinsson skoraði 12 stig.
{mosimage}
Hjá Haukum var Sigurður Þór Einarsson stigahæstur með 23 stig og næstur honum kom Lúðvík Bjarnason með 18 stig. Helgi Einarsson spilaði vel og setti 15 stig ásamt því að Gunnar Magnússon var með góða innkomu.
FSu mætir annað hvort Val eða Ármann en annar leikur þeirra fer einmitt fram í Höllinni núna.
{mosimage}



