17:30
{mosimage}
Mars fárið heldur áfram.
Á föstudaginn lauk fyrstu umferð NCAA úrslitakeppninnar með 16 leikjum. Í það heila var skemmtanagildi þessara leikja meira en á fimmtudaginn. Áhorfendur fengu mikið: Óvænt úrslit, framlengingar, flautusigurkörfur, skrímslatroðslur, … Af 16 leikjum fóru 10 eftir bókinni.
Lið Tennesee sem var á fleygiferð í vetur og spilaði hörkubolta er búið að vera í smá lægð að undanförnu. Þetta slen hjá þeim var ennþá að hrjá þá á móti frísku liði American skólans. Sjálfboðaliðarnir frá Tennessee voru sjö stigum yfir í hálfleik og þegar um 6 mín. voru eftir þá var munurinn aðeins þrjú stig, 54-51. Þeir vöknuðu síðan og náðu að enda leikinn með góðum sigri, 72-57.
{mosimage}
40 stiga maðurinn Stephen Curry neglir niður einum af átta þristum sínum.
Gonzaga stóð sig vel í keppninni í fyrra. Davidson er lítill skóli með um 2.000 nemendur og er mest þekktur fyrir gott nám í listum. Margir áttu von á því að Gonzaga myndi vinna. Sumir sérfræðingar voru ekki sammála því fyrir leikinn var Davidson búinn að vinna 22 leiki í röð. Gonzaga var yfir í hálfleik 41-35 og komust mest 11 stigum yfir í sitthvorum hálfleik. Í lið Davidson er leikmaður sem heitir Stephen Curry. Pabbi hans (Del Curry) lék lengi í NBA við góðan orðstír og var mest þekktur fyrir að vera þriggja stiga sérfræðingur. Stephen Curry lék vel í gagnfræðaskóla, en stóru skólarnir þorðu ekki að bjóða honum skólastyrk vegna þess að hann þótti ekki nægilega hávaxinn. Hann er nú á öðru ári sínu í NCAA og hefur hækkað um 13 cm. síðan hann þáði styrk frá skóla sínum. Í vetur hefur hann leikið mjög vel og fyrir úrslitakepnnina var hann með um 26 stig á leik. Hann átti góðan fyrri hálfleik á móti Gonzaga og var með 10 stig. Hann bætti um betur í seinni hálfleik og setti niður önnur 30. Stephen er mikil byssa og skoraði úr 8 af 10 þristum sínum.
Kaliforníudrengirnir frá St. Mary’s stóðu sig vel á móti góðu liði Miami og voru fimm stigum yfir í hálfleik. Miami vann sig síðan hægt inn í leikinn og sigraði með 14 siga mun og var það stórleikur Jack McClinton sem lagði grunninn að þessum sigri. Hann var með 38 stig.
Fyrsti háspennuleikur dagsins var á milli Drake og Western Kentucky. Drake hefur átt gott keppnistímabil. W. Kentucky lék vel í fyrri hálfleik og var yfir 47-38. Þegar átta mín. voru eftir þá var Drake 16 stigum undir. Leikurinn endaði 88-88. Þegar 6 sek. voru eftir af framlengingunni þá var Drake yfir 99-98. Í blálokin náðu leikmenn W. Kentucky að koma boltanum á Ty Rogers sem negldi niður löngum þristi með þrjá varnarmenn í andlitinu og tryggði þar með sigurinn. Tyrone Brazelton lék vel og var með 33 stig fyrir sigurliðið.
Hinu ágætu lið Butler, Georgetown og Texas unnu auðveldlega sigra á sínum andstæðingum. Pete Campell (Butler) var með með skotsýningu er hann setti niður 8 þrista og skoraði 26 stig. Georgetown hélt andstæðingum sínum í 30% skotnýtingu með sínum hefðbundna varnarleik. Texas menn áttu ekki í miklu erfiðleikum með lágvaxið lið Austin Peay (enginn stærri en 195 cm).
Það er sex lið frá Kaliforníu í keppninni í ár. Sá stimpill hefur oft fylgt liðum frá sólarríkinu að þeir séu linir. Leikmenn San Diego sýndu að alhæfingar eru oftast rangar með því að skella Uconn í framlengdum leik með glæsilegri flautukörfu, 70-69.
East (2) Tennessee 72, (15) American 57
Midwest (7) Gonzaga 76, (10) Davidson 82
South (7) Miami 78, (10) Saint Mary's, Calif. 64
West (5) Drake 99, (12) Western Kentucky 101
East (7) Butler 81, (10) South Alabama 61
Midwest (2) Georgetown 66, (15) UMBC 47
West (13) San Diego 70, (4) UConn 69
South (2) Texas 74, (15) Austin Peay 54
Oklahoma átti í basli með baráttuliðiðið St. Joe’s og voru 12 stigum í hálfleik. St. Joe’s áttu góða rispu í lokin og minnkuðu muninn í 4 stig, en Oklahoma kláraði leikinn og sigraði 72-64. Oklahoma bakvörðurinn átti góðan leik og var með 25 stig.
North Carolina (UNC) virðist alltaf vera með frábær lið, þótt mannskapurinn sé ekki alltaf jafn stekur og sum gulllið þeirra. Liðið leikur alltaf fanta vörn og sóknarleikurinn er skipulagður, góður og skilar árangri. Það eru um 350 lið í efstu deild NCAA. Í þessari úrslitakeppni þá var UNC metið sem besta liðið og Mount St. Mary's (MStM) það slakasta. Þess ber að geta að MStM var talið fyrir keppnina vera í um 150. sæti á styrkleikalista NCAA. Þrátt fyrir þennan mikla getu mun á liðunum þá bar MStM litla virðingu fyrir UNC og hlupu með allan leikinn og pressuðu þá af og til. UNC sigraði með miklum mun, 113-74.
Siena liðið lék eins og sá sem valdið hefur og skellti Vanderbilt. Siena hefur ekki afrekað mikið síðustu ár en eru með dúndurlið. Vanderbilt hefur leikið vel síðustu ár en voru ekki alveg tilbúnir í þetta verkenfi.
{mosimage}
Herra Charles Rhodes var góður í gær og var m.a með fimm skrímslatroðslur.
Leikur Mississippi State og Oregon var skemmtilegur og kaflaskiptur. Oregon keyrði upp hraðann í fyrri hálfleik og negldi niður mörgum þristum og náðu góðu forskoti. Í seinni hálfleik þá hættu þeir að hitta og misnotuðu m.a. 20 þrista í röð. Mississippi State nýtti sér þetta og stórleik Charles Rhodes til að vinna sig inn í leikinn og lenda sjö stiga sigri. Rhodes skoraði 34 stig (misnotaði aðeins 2 skot), var með 5 troðslur og 9 fráköst.
Louisville, Arkansas og Memphis unnuð góða sigra og leika góðan bolta.
Síðasti leikur gærdagsins var leikur Clemson og Villanova. Clemson á að vera með hörkulið og pressar mikið. Þeir voru 12 stigum yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik spilaði Villanova hörku vörn og gerði Clemson lífið leitt, þeir hjálpuðu ekki til með slöku skotvali og slakri skotnýtingu.
East (6) Oklahoma 72, (11) Saint Joseph's 64
East (1) North Carolina 113, (16) Mount St. Mary's 74
Midwest (13) Siena 83, (4) Vanderbilt 64
South (8) Mississippi State 76, (9) Oregon 69
East (9) Arkansas 86, (8) Indiana 72
East (3) Louisville 79, (14) Boise State 61
South (1) Memphis 87, (16) Texas-Arlington 63
Midwest (12) Villanova 75, (5) Clemson 69
Myndir www.cnn.com



