21:00
{mosimage}
Eftir að hafa háð margar æsispennandi viðureignir í vetur þar sem aldrei munaði meira en 4 stigum á liðunum þegar lokaflautið gall kom þessi 15 stiga sigur Valsmanna nokkuð á óvart en Pétur vildi meina að munurinn lægi í líkamlegu atgervi leikmanna. „Þeir eru bara í miklu betra formi en við. Við æfum fjórum sinnum í viku en þeir æfa sex sinnum í viku og munurinn liggur kannski aðallega þar.”
Hann vildi ekki meina að Ármann væri lélegra lið en Valur þrátt fyrir tapið. „Við erum kannski með mjög góða leikmenn en það vantar bara tvær æfingar á viku extra yfir heilt timabil til þess að endast í þetta.” Pétur var alls ekki ánægður með spilamennsku liðsins „en menn voru að leggja sig 100% fram og það var bara ekki nóg. Hugurinn var þarna en kannski líkamlegt atgervi var ekki alveg til staðar.”
Aðspurður um úrslitaviðureign Vals og FSu vildi Pétur meina að heimavöllurinn ætti eftir að spila stórt hlutverk, „það verður bara hörku viðureign.” Hann vildi því meina að viðureignin færi 2-1 eða 2-0 fyrir FSU þó vissulega mætti ekki vanmeta Valsmenn. „Þeir fá eflaust sjálfstraust eftir þetta einvígi og ég held þeir séu 10-1 eftir áramót þannig að það þýðir ekkert að vanmeta þá.”
Gísli Ólafsson
Mynd: [email protected]



