10:10
{mosimage}
(Gerald Wallace og Jason Richardson leikmenn Bobcats)
Alls fóru 12 leikir fram í NBA deildinni í nótt svo mikið var um að vera en Phoenix Suns máttu sín lítils gegn Boston Celtics í TD Banknorth Garden í nótt. Jafnt var á með liðunum framan af leik en staðan var 57-57 í leikhléi en heimamenn í Boston stungu af í síðari hálfleik og lögðu grunninn að sigrinum með því að gera 27 stig gegn 16 frá Phoenix í þriðja leikhluta.
Lokatölur leiksins urðu svo 117-97 Boston í vil þar sem Kevin Garnett gerði 30 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók óvenjulega fá fráköst eða aðeins 30 talsins. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá gestunum í Suns með 32 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.
Þá kom nokkuð á óvart að Charlotte Bobcats gerðu góða ferð í Staples Center þar sem þeir skelltu LA Lakers 95-105. Jason Richardson fór á kostum í liði Bobcats og gerði 34 stig fyrir gestina ásamt því að rífa niður 10 fráköst. Hjá heimamönnum var Kobe Bryant með 27 stig og 6 fráköst en Lakers leika enn án Spánverjans Pau Gasol sem er tognaður í vinstri ökkla en þetta var sjöundi leikurinn í röð sem Lakers eru án Gasol. Sjálfur segist Gasol eiga von á því að vera leikfær með Lakers á miðvikudag.
Önnur úrslit næturinnar:
Supersonics 99-104 Wizards
Raptors 89-82 Pistons
Knicks 103-96 Heat
76ers 121-99 Bulls
Hawks 115-96 Bucks
Cavaliers 99-100 Hornets
(David West hetja Hornets með buzzer þegar 0,6 sek. voru til leiksloka)
Nets 124-117 Pacers
Rockets 97-86 Timberwolves
Spurs 97-88 Clippers
Kings 107-106 Grizzlies
(Kevin Martin kláraði leikinn fyrir Kings á vítalínunni þegar 7,6 sek voru til leiksloka)



