spot_img
HomeFréttirNCAA: North Carolina og Xaiver unnu í nótt

NCAA: North Carolina og Xaiver unnu í nótt

8:05

{mosimage}

Josh Duncan (1) átti draumaleik í nótt. Hann var akkerið í sóknarleik Xavier sem þurfti framlengingu til að leggja West Virginia. Duncan var í villuvandræðum mest allan leikinn, samt setti hann  niður 26 stig, hitti úr 9 vítum af 10. 

Washington St. er vel þjálfað lið og er vel mannað í öllum stöðum. Þeir spila góða sókn en vörnin er aðalsmerki þeirra.  Í fyrri helming fyrri hálfleik þá náði Washington að stjórna hraðanum og leikurinn var í járnum. Þá jók North Carolina varnarþrýstinginn og náði góðu forskoti og voru 35-21 yfir í hálfleik. Vörn Washington náði að halda besta sóknarmanni (Tyler Hansbrough) North Carolina niðri í fyrri hálfleik og náði hann ekki að skora körfu. Það kom ekki að sök, því aðrir stigu upp. Munurinn jókst í seinni hálfleik og North Carolina sýndi að þeir geta leikið vel í vörninni. Leikurinn endaði með auðvelum sigri North Carolina, 68-47. T. Hansbrough hrökk í gang í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 stig, Danny Green átti góðan sóknarleik og var með 15 stig.

West Virginia (WV) voru á hælunum í byrjun leiksins á móti Xavier. Hið jafna lið Xavier komst í 10-0 á meðan WV misnotaði fyrstu 8 skotin sín. WV vaknaði síðan aðeins til lífsins og voru undir í hálfleik 32-25. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi. WV komst fyrst yfir (51-50) þegar 9 og hálf mín voru eftir. Joe Alexander jafnaði fyrir WV þegar lítið var eftir og leikurinn endaði 64-64.

WV byrjaði framlenginguna vel þrátt fyrir að missa Joe Alexander (18 stig og 10 fráköst) besta mann sinn útaf snemma með fimm villur. WV var í góðum málum  í byrjun framlengingarinnar og náðu góðu forskoti, en hik í sókninni og þrír þristar í röð frá Xavier breyttu málunum. Xavier vann 79-75. Josh Duncan átti frábæran leik hjá Xavier og var með 26 stig. B.J. Raymond hjálpaði Xavier mikið í framlengingunni með því að negla niður tveimur þristum á síðustu 78 sekúndunum.

Mynd: www.cnn.com 

Fréttir
- Auglýsing -