spot_img
HomeFréttirPálmi: Verðum klárir í kvöld

Pálmi: Verðum klárir í kvöld

14:30
{mosimage}

 

(Pálmi Sævarsson) 

 

Skallagrímur mætir Grindavík í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Röstinni í Grindavík. Karfan.is náði tali af Pálma Sævarssyni leikmanni Skallagríms sem segir Grindvíkinga spila skemmtilegan bolta og að krefjandi verkefni bíði Skallagrímsmanna.

 

,,Ég er ekkert orðinn þreyttur á Grindvíkingum því það er gríðarlega gaman að spila á móti þeim. Grindavík er með gott lið, góðan mannskap og spila skemmtilegan bolta svo það verður krefjandi að reyna að slá þá út núna,” sagði Pálmi en þetta er þriðja árið í röð sem Grindavík og Skallagrímur mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grindavík hafði betur í fyrra en árið þar áður sló Skallagrímur Grindavík út.

 

,,Menn eru að koma til baka eins og Zeko sem t.d. tábrotnaði tvisvar sinnum í vetur og Axel er að ná fyrra formi en það var mikið áfall fyrir okkur að missa Hafþór Inga. Það verða bara aðrir menn að koma sterkir inn,” sagði Pálmi og bætti við að það skyldi enginn afskrifa Skallagrím. ,,Það er langt frá því auðvelt að sækja sigur í Borgarnes og við munum líka mæta ferskir í Grindavík í kvöld og verðum klárir í slaginn.”

 

Pálmi sagði að Skallagrímsmenn myndu reyna að hafa góðar gætur á Páli Axeli og að Skallarnir þekktu nú lítið til nýja leikmannsins í Röstinni, Jamaal Williams. ,,Annars er það teigurinn sem er hvað sterkastur hjá okkur og Flake hefur drifið okkur áfram í vetur svo við verðum bara duglegir að dæla inn á hann,” sagði Pálmi og verður fróðlegt að sjá hvernig Sköllunum mun ríða af í Röstinni í kvöld.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -