spot_img
HomeFréttirHáspenna lífshætta, Valur stal sigrinum á Selfossi 1-0(Umfjöllun)

Háspenna lífshætta, Valur stal sigrinum á Selfossi 1-0(Umfjöllun)

00:24

{mosimage}

Úrslitarimma um sæti í Iceland Express deildinni að ári byrjaði í kvöld þar sem FSu tók á móti Valsmönnum. FSu hafði fyrir leikinn ekki tapað nema einum heimaleik á tímabilinu og Valsmenn aðeins tapað einum leik á árinu. Það var því víst frá upphafsmínútunni að um hörku leik yrði að ræða. Það lét ekki á sér standa og leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda, bæði lið náðu um 10 stiga forskoti á einhverjum tímapunkti í leiknum en misstu það svo niður. Leikurinn var jafn þegar venjulegum leiktíma lauk, 75-75, og þurfti því að grípa til framlengingar. Þar voru Valsmenn sterkari og höfðu á endanum 6 stiga sigur, 83-89. Craig Walls átti stórleik fyrir Valsmenn en hann skoraði 32 stig, tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Næstir voru Rob Hodgson með 19 stig og 6 fráköst og Jason Harden með 11 stig. Hjá heimamönnum í FSU var Sævar Sigmundsson stigahæstur með 23 stig og 12 fráköst, næstir voru Matthew Hammer með 20 stig og 10 fráköst og Vésteinn Sveinsson með 13 stig. Valsmenn hafa því tekið forystuna í rimmunni og eiga heimaleik á sunnudaginn og geta með sigri tryggt sér sæti í Iceland Express-deildinni að ári.


Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn örlítið betur og nýttu skotin sín á meðan Valsmenn voru að tapa boltanum klaufalega. Craig Walls var þó sterkur fyrir Valsmenn en hann átti 4 af fyrstu 6 stigum Vals. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum höfðu heimamenn 3 stiga forskot, 9-6. Þegar leikhlutinn var hálfnaður komust Valsmenn hins vegar yfir í fyrsta skiptið í leiknum þegar Rob Hodgson skoraði þriggja stiga körfu, 12-14. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari heimamanna, tók svo leikhlé um mínútu síðar en þá höfðu heimamenn komist aftur yfir 15-14 og tæpar fjórar mínútur eftir af leikhlutanum. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leikhlutans en heimamenn í FSu leiddu þó með einu stigi þegar leikhlutanum lauk, 23-22.

Það sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta og ennþá voru það heimamenn sem áttu frumkvæðið. Craig Walls fór á kostum í sóknarleik Valsmanna og átti ófá tilþrifin sem kveiktu vel í fjölmörgum Valsmönnum sem mættu á leikinn en það er óhætt að fullyrða að margfrægar fótboltastelpur Vals stálu senunni með einkar skemmtilegum tilþrifum af áhorfendabekkjunum. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan jöfn, 31-31. Þegar leið á annan leikhluta voru bæði lið farin að spila mjög hraðan bolta fylgdu því mistökin i kjölfarið. Vésteinn Sveinsson átti hins vegar mjög góðan annan leikhluta og átti seinustu 6 stig heimamanna. Þeir leiddu því þegar flautað var til hálfleiks, 48-45.

{mosimage}

Stigahæstir í hálfleik hjá heimamönnum voru þeir Matthew Hammer með 12 stig, Sævar Sigmundsson með 11 og Vésteinn Sveinsson með 8 stig. Hjá gestunum var Craig Walls með 14 stig, Jason Harden og Rob Hodgson með 8 stig hvor. Það vakti athygli fréttaritara að Craig Walls var hæstur í öllum tölfræðihlutum þegar flautað var til hálfleiks en eins og fyrr sagði var hann með 12 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 villur.

Það gekk brösulega hjá báðum liðum að koma boltanum ofaní körfuna í upphafi annars leikhluta en þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum duttu FSu-menn í gang og skoruðu 8 stig gegn engu frá Valsmönnum og leiddu því 56-45 þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Sævaldur Bjarnason þjálfari Vals tók þá á það ráð að taka leikhlé til að lesa yfir sínum mönnum. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu Valsmenn aðeins skoraði 3 stig í leikhlutanum og FSu ekki sett skot ofaní eftir leikhlé Valsmanna. Bæði lið voru að klikka á opnum skotum og tapa boltanum klaufalega. Árni Ragnarson átti stórt móment fyrir FSu þegar hann varði skot Ragnars Gylfasonar og hljóp fram, lagði boltan ofaní og fékk villuna í þokkabót. Árni kom forskoti FSu því upp í 11 stig, 62-51 sem var það hæsta í leiknum fram að því. Valsmenn kláruðu hins vegar leikhlutan með stæl og á seinustu 3 mínútunum skoraði Valur 12 stig gegn engu stigi heimamanna og höfðu því náð forskotinu aftur þegar leikhlutanum lauk með flautukörfu frá reynsluboltanum Rob Hodgson, 62-63.

Valsmenn byrjuðu fjórða leikhlutan af krafti og Brynjar Karl sá sig neyddan til að taka leikhlé þegar tæplega tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum en þá höfðu Valsmenn náð 5 stiga forskoti, 64-69. FSu fóru illa að ráði sýnu í sóknarleiknum og réðu illa við sterkan varnarleik Valsmanna en þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn 6 stig, Valsmönnum í vil, 67-73. Það þurfti þó ekki mikið til því FSu voru fljótir að refsa fyrir hver mistök sem gestirnir gerðu og voru búnir að jafna þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum, 73-73. Valsmenn tóku svo leikhlé þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og staðan hnifjöfn, 75-75. Spennustigið í leiknum var orðið gríðarlegt og á lokamínútunni fengu bæði lið tækifæri til að gera út um leikinn. FSu fengu seinustu sóknina þegar um 18 sekúndur voru eftir og gerðu heiðarlega tilraun til að vinna leikinn á flautukörfu en skot Matthew Hammer geigaði sem og tvær aðrar tilranur sem liðið fékk en boltinn vildi ekki ofaní, en því var framlengt.

{mosimage}

FSu voru duglegir að sækja a körfuna í framlengingunni og fengu fyrir vikið víti sem þeir nýttu vel en Valsmenn voru þó að spila hörkuvörn og náðu forskotinu aftur, 80-85 þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þegar 50 sekúndur voru eftir af leikhlutanum skoraði Jason Harden hins vegar gríðarlega mikilvæg stig fyrir Valsmenn þegar hann hirti frákastið og lagði boltan laglega ofaní, 81-87. Brynjar Karl tók leikhlé þegar það voru 40 sekúndur eftir, 81-87. Matthew Hammer lagaði stöðuna örlítið með 21 sekúndu á klukkunni 83-87 en hann var svo klaufi og fékk dæmda á sig óíþróttamannslegavillu. Craig Walls fullkomnaði stórleik sinn með því að nýta bæði vítin og Valur spilaði niður klukkuna og unnu því gríðarlega stóran sigur á FSu 83-89.

Tölfræði

Texti: Gísli Ólafsson

Myndir: Úr leik liðanna fyrr í vetur – [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -