spot_img
HomeFréttirNCAA: Kansas og Memphis einnig áfram

NCAA: Kansas og Memphis einnig áfram

12:30

{mosimage}

Nýliðinn Derrick Rose var góður í nótt og var með hörkutölur þrátt fyrir að þurfa yfirgefa völlinn í lok fyrri hálfleiks vegna skurðar og koma aftur í þeim seinni. Talað er um að hann fari í NBA í sumar.

Kansas og Memphis sýndu sínar bestu hliðar í nótt og völtuðu yfir andstæðinga sína (Villanova og Michigan St.).

Memphis var 50-20 yfir í hálfleik og Kansas sýndi aðeins meiri miskun og var yfir 41-22.

Lokatölur í leik Memphis og Michigan St. var 92-74. Nýliði Memphis Derrick Rose var með 27 stig og 5 stoðsendingar á 26 mín. Fræðingar eru farnir að tala um að hann fari í NBA í sumar. Chris Douglas-Roberts var með 25 stig.

Kansas vann Villanova 72-57. Villanova er með ágætislið og náði að sýna sitt rétta andlit. Lið Kansas er í öðrum flokki, með meiri hraða, þeir eru stærri og ótrúlegir íþróttamenn.

Mynd tekin af vef CNN.

Fréttir
- Auglýsing -