spot_img
HomeFréttirNCAA: Átta lið eftir - marsfárið heldur áfram

NCAA: Átta lið eftir – marsfárið heldur áfram

16:00

{mosimage}

Mun Derrick Caracter og félagar fljúga hátt í kvöld og skella North Carolina.

Það eru um 350 skólar í efstu deild NCAA, 65 þeirra komust í úrslitakeppnina. Nú er aðeins 8 lið eftir, þau eru: UCLA (34 sigrar og 3 töp), North Carolina (35 s. og 2 t.), Memphis (36 s. og 1 t.), Kansas (34 s. og 3 t.), Xavier (30 s. og 6 t.), Louisville (27 s. og 8 t.), Texas (31 s. og 6 t) og Davidson ( 29. og 6.t)

Í kvöld mætast (1) UCLA og (3) Xavier og hefst leikurinn kl. 22:30 á NASN. Seinni leikurinn er á milli (1) North Carolina og (3) Louisville og hefst hann kl. 1:45 í nótt. Upphitun fyrir þessa leiki hefst á NASN kl. 9:00.

Á sunnudaginn leika (2) Texas og (1) Memphis í fyrri leiknum og (10) Davidson og (1) Kansas í þeim seinni.

Þeir sem vilja kryfja þessa leiki og/eða lið geta fundið mikið efni á veraldarvefnum, t.d. á heimasíðu espn.com, cnn.com og annarra svipaðra miðla. 

Mynd tekin af vef CNN.

Fréttir
- Auglýsing -