spot_img
HomeFréttirNBA: Toronto ætlar að halda Calderon

NBA: Toronto ætlar að halda Calderon

06:00

{mosimage}

Bryan Colangelo, framkvæmdastjóri Toronto Raptors, segir að félagið ætli sér að bjóða hinum spænska Jose Calderon nýjan samning í sumar en samningur bakvarðarins rennur út í sumar.
Það er mikil ánægja innan félagsins með spilamennsku Calderon og hefur hann haldið T.J. Ford utan byrjunarliðsins í undanförnum leikjum en Ford er annar launahæsti leikmaður liðsins.

,,Við munum halda Jose. Við ætlum okkur að gera nýjan samning við hann,” sagði Colangelo en ef það gerist er hægt að setja spurningamerki við framtíð T.J. Ford en þeir félagar spila sömu stöðu og því gæti félagið hugsað sér að skipta Ford fyrir öðruvísi leikmann.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -