17:49
{mosimage}
(Lærisveinar Teits Örlygssonar töpuðu í dag á heimavelli)
Snæfell vann góður sigur á Njarðvík rétt í þessu 71-84. Leikurinn var í beinni á Stöð 2 Sport og að leik loknum tók Svali Björgvinsson þá Hlyn Bæringsson og Teit Örlygsson í spjall.
Hlynur Bæringsson
,,Við spiluðum betur í seinni hálfleik og þá létum við boltann ganga og Magni var að fá backdoor layup. Ég er líka sáttur að við náðum að halda aftur af Damon í seinni hálfleik en hann var að pakka mér saman í fyrri hálfleik,” en hann fór á kostum í fyrri hálfleik og var með 21 í fyrstu tveimur leikhlutunum. Svali spurði hann hvað Snæfell þyrfti að gera í næsta leik til þess að komast áfram. ,,Við verðum að spila saman og treysta ekki bara á einn mann. Láta boltann ganga og fá auðveld layup. Við vorum að skipta um varnir hérna í kvöld og gera þeim lífið erfitt og verðum að halda því áfram.”
Teitur Örlygsson
Teitur var svekkturí leikslok og sagði Snæfell hafa spilað mjög vel. ,,Þeir stjórnuðu leiknum og voru fjandi góðir í því. Við hittum líka illa utan að velli og bæði Brenton og Hörður voru að hitta illa. Við leystum líka svæðisvörn þeirra illa sem ég er óánægður með. Það er eitt núll fyrir þeim og við förum á mánudag og reynum að breyta einhverju. Við erum ekki hættir. Það eru vandræði að skora en vörnin okkar var nokkuð góð og Jói gerði góða hluti á Hlyn og hélt honum niðri. Það er ekki við því að kvarta og það eru jákvæðir sem og neikvæðir hlutir og verðum að laga þessa neikvæðu hluti fyrir næsta leik.”
Næsti leikur liðanna er á mánudag kl. 19:15 í Stykkishólmi.
Mynd: [email protected]



