spot_img
HomeFréttirÞjálfarar Hrunamanna: Vonast til að gamlir Hrunamenn snúi aftur

Þjálfarar Hrunamanna: Vonast til að gamlir Hrunamenn snúi aftur

10:00

{mosimage}

Úrslitakeppni 2. deildar hefst í dag með fyrri undanúrslitaleik deildarinnar þegar Hrunamenn taka á móti Vestmanneyjingum á Flúðum kl 15. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í 1. Deild að ári og réttinn til að leika um sigur í deildinni.

Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Laugdælir og Akurnesingar en leikurinn verður á Laugarvatni á morgun mánudag kl 20.

Karfan.is hafði upp á þjálfurum liðanna og lagði fyrir þá nokkrar spurningar um vonir og væntingar. Fyrstir á vegi okkar urðu Árni Þór Hilmarsson og Karl Ágúst Hannibalsson þjálfarar Hrunamanna.

Nú er lið þitt komið í úrslitakeppni 2. deildar karla, hvert er markmiðið?
Markmið okkar í vetur var að vinna okkur sæti í 1.deild, það hefur ekkert breyst. Við mætum sterku og hávöxnu liði ÍBV, en teljum okkar hafa það sem til þarf til að vinna sigur. Auk þess höfum við heimavöllinn og vonumst til þess að hann hjálpi okkur.

Mun liðið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?
Við munum að sjálfsögðu leika í 1.deild ef við vinnum undanúrslitaleikinn. Ég tel okkur vera með allt til þess, þ.e.a.s. öflugan mannskap, góða stjórn og öruggan fjárhag.

Ef farið verður í 1. deild, þarf þitt lið þá að styrkja sig?
Já, við þyrftum að styrkja okkur. Við erum með fámennan en góðan hóp, eingöngu skipaðan strákum sem farið hafa í gegnum yngri flokka starf félagsins. Meðalaldurinn er ekki hár og aðeins fimm leikmenn með einhverja reynslu úr efri deildum. Við teljum það líklegt að liðið myndi bæta við sig erlendum leikmanni og þá vonumst við til þess að einhverjir "gamlir" Hrunamenn myndu snúa aftur heim.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -